Enski boltinn

Robin van Persie gæti fengið risasamning hjá Arsenal

Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie.
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Getty Images / Nordic Photos
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal eru með það efst á forgangslistanum að semja á ný við Robin van Persie. Hollenski landsliðsframherjinn hefur verið langbesti leikmaður liðsins undanfarin misseri en afleitt gengi Arsenal hefur orðið til þess að leikmaðurinn er sagður á leið frá félaginu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum ætlar leikmaðurinn að bíða með samningsviðræður við Arsenal þar til að keppnistímabilinu er lokið. Stjórn Arsenal hefur óskað eftir því að ræða framtíð fyrirliðans á allra næstu vikum. Samkvæmt heimildum Sportsmail ætlar Arsenal að bjóða leikmanninum fjögurra ára samning þar sem hann fengi um 90.000 pund á viku eða sem nemur 17,5 milljónum kr. Heildavirði samningsins er um 18 milljónir punda eða sem nemur 3,5 milljörðum kr. Allt bendir til þess að Robin van Persie ætli sér að sjá hvort Arsenal tryggi sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Ef félagið nær því markmiði eru miklar líkur á því að Arsenal kaupi leikmenn fyrir allt að 11-12 milljarða kr. næsta sumar. Samningur Robin van Persie rennur út í lok næstu leiktíðar. Ef hann vill ekki framlengja við Arsenal eru líkur á því að hann verði seldur næsta sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×