Enski boltinn

Manchester United lánar Kuszczak til Watford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tomasz Kuszczak.
Tomasz Kuszczak. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tomasz Kuszczak, markvörður Manchester United, hefur verið lánaður til enska b-deildarliðsins Watford til loka þessa tímabils en pólski markvörðurinn hefur verið út í kuldanum hjá Sir Alex Ferguson.

Tomasz Kuszczak sem er pólskur landsliðsmarkvörður, hefur ekki spilað einn einasta leik með United á tímabilinu en hann er fjórði markvörður liðsins á eftir Anders Lindegaard, David De Gea og Ben Amos.

Kuszczak þarf nauðsynlega að fá að spila ef hann ætlar að eiga einhvern möguleika á því að komast í EM-hóp Pólverjar en Evrópumótið í sumar fer einmitt fram í Póllandi. Watford er í 17. sæti af 24 liðum í ensku b-deildinni og ellefu stigum frá sæti í úrslitakeppninni.

Kuszczak kom til Manchester United frá West Bromwich Albion árið 2006 en var alla tíð varamarkvörður Edwin van der Sar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×