Skiptar skoðanir hjá stuðningsmönnum Man City um endurkomu Tevez 24. febrúar 2012 14:45 Roberto Mancini og Carlos Tevez hafa ekki verið perluvinir i vetur. Getty Images / Nordic Photos Micah Richards, varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, segir að það komi sér ekki á óvart að margir stuðningsmenn liðsins séu ekki sáttir við endurkomu Carlos Tevez. Argentínumaðurinn snéri aftur í herbúðir Man City eftir þriggja mánaða fjarveru. Tevez hefur dvalið í heimalandinu í óþökk forráðamanna Man City. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni í byrjun vikunnar og gerði upp málin við knattspyrnustjórann Roberto Mancini. Ítalinn hefur gefið það út að öll deilumál þeirra séu nú úr sögunni. Margir stuðningsmenn Man City eru alls ekki sáttir við framkomu hins 28 ára gamla framherja sem neitaði m.a að fara inná sem varamaður í Meistaradeildarleik með félaginu. „Það er erfitt að meta hvernig þetta mun fara en ég held stuðningsmenn liðsins skiptist í tvennt í þessu máli. Ef hann einbeitir sér að því að hjálpa liðinu og við verðum enskir meistarar þá munu allir fyrirgefa honum. Ef það tekst ekki þá gæti þetta verið erfitt. Það eru skiptar skoðanir um þetta en sem sem leikmaður er ég ánægður að hafa hann hjá okkur. Hann er frábær leikmaður, og eftir allt þetta frí er hann líklega betri í golfi en hann var áður," sagði varnarmaðurinn. Mancini hefur gefið það í skyn að Tevez gæti komið inn í leikmannahópinn eftir 2-3 vikur en hann æfir undir handleiðslu einkaþjálfara. Tevez var markahæsti leikmaður Man City undanfarin tvö tímabil og alls hefur hann skorað 52 mörk í 91 leik fyrir félagið. Man City hefur ekki unnið enska meistaratitilinn í 44 ár eða frá árinu 1968. Framherjarnir Sergio Aguero, Edin Dzeko og Mario Balotelli hafa skorað samtals 49 mörk á þessari leiktíð fyrir Man City og samkeppnin er því hörð. Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira
Micah Richards, varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, segir að það komi sér ekki á óvart að margir stuðningsmenn liðsins séu ekki sáttir við endurkomu Carlos Tevez. Argentínumaðurinn snéri aftur í herbúðir Man City eftir þriggja mánaða fjarveru. Tevez hefur dvalið í heimalandinu í óþökk forráðamanna Man City. Hann baðst afsökunar á framkomu sinni í byrjun vikunnar og gerði upp málin við knattspyrnustjórann Roberto Mancini. Ítalinn hefur gefið það út að öll deilumál þeirra séu nú úr sögunni. Margir stuðningsmenn Man City eru alls ekki sáttir við framkomu hins 28 ára gamla framherja sem neitaði m.a að fara inná sem varamaður í Meistaradeildarleik með félaginu. „Það er erfitt að meta hvernig þetta mun fara en ég held stuðningsmenn liðsins skiptist í tvennt í þessu máli. Ef hann einbeitir sér að því að hjálpa liðinu og við verðum enskir meistarar þá munu allir fyrirgefa honum. Ef það tekst ekki þá gæti þetta verið erfitt. Það eru skiptar skoðanir um þetta en sem sem leikmaður er ég ánægður að hafa hann hjá okkur. Hann er frábær leikmaður, og eftir allt þetta frí er hann líklega betri í golfi en hann var áður," sagði varnarmaðurinn. Mancini hefur gefið það í skyn að Tevez gæti komið inn í leikmannahópinn eftir 2-3 vikur en hann æfir undir handleiðslu einkaþjálfara. Tevez var markahæsti leikmaður Man City undanfarin tvö tímabil og alls hefur hann skorað 52 mörk í 91 leik fyrir félagið. Man City hefur ekki unnið enska meistaratitilinn í 44 ár eða frá árinu 1968. Framherjarnir Sergio Aguero, Edin Dzeko og Mario Balotelli hafa skorað samtals 49 mörk á þessari leiktíð fyrir Man City og samkeppnin er því hörð.
Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Sjá meira