Enski boltinn

Engir þjóðsöngvar spilaðir fyrir leik Liverpool og Cardiff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður ekkert sungið fyrir leik Liverpool og Cardiff.
Það verður ekkert sungið fyrir leik Liverpool og Cardiff. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska liðið Liverpool og velska liðið Cardiff City mætast í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley á sunnudaginn en forráðamenn ensku deildarkeppninnar hafa ákveðið að sleppa því að spila þjóðsöngva Englands og Wales fyrir leikinn.

Það er venjan að spila þjóðasöng Englendinga, "God Save the Queen" fyrir úrslitaleiki en þegar bæði enski og velski þjóðsöngurinn (Hen Wlad Fy Nhadau) hafa verið spilaðir fyrir úrslitaleiki á milli liða frá báðum löndum þá hafa stuðningsmenn liðanna púað á hinn þjóðsönginn.

Til að koma í veg fyrir baulið var ákveðið að sleppa þjóðsöngnum í ár þar sem stuðningsmenn eru ekki tilbúir að sýna þá virðingu sem þjóðsöngur hvorrar þjóðar á skilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×