Enski boltinn

Ferguson: Ég held að Rio hafi fundið upp Twitter

Rio er alltaf á Twitter.
Rio er alltaf á Twitter.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er ekkert sérstaklega hrifinn af Twitter-væðingunni sem nú tröllríður öllu í knattspyrnuheiminum.

Hann hefur reynt að hafa hemil á sínum leikmönnum á Twitter en fjöldi leikmanna félagsins notar Twitter að staðaldri.

Þar fer fremstur í flokki varnarmaðurinn Rio Ferdinand sem byrjaði mjög snemma að tísta og er með duglegri mönnum á Twitter.

"Ég held að Rio hafi fundið upp Twitter. Hann er mikill frumherji. Ég er ekki eins tæknilega sinnaður," sagði Ferguson léttur en hann segist ekkert kunna á Twitter.

"Ég er aftur á móti með Spotify. Það er frábært. Er með 15 milljón lög - Sinatra, Nat King Cole, Patsy Cline, Willie Nelson og allir þessir snillingar."

Þess má geta að Rio er svo langt leiddur varðandi Twitter að hann er með Twitternafnið sitt - @RioFerdy5 - á skónum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×