Enski boltinn

Bendtner missir bílprófið í 56 daga | Var of seinn í flug

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nicklas Bendtner, danski framherji Arsenal sem er á láni hjá Sunderland, er búinn að missa bílprófið í 56 daga eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðann akstur í desember.

Nicklas Bendtner keyrði á 104 mílna hraða (167 km) þar sem að hámarkshraðinn var 70 mílur (112 km) á Porsche 911 Turbo bílnum sínum en hann var að missa af flugi.

„Hann var á leiðinni út á Newcastle Airport, var aðeins of seinn í flug og því miður ók hann of hratt. Þetta var laugardagsmorgunn, það var lítil umferð og allar aðstæður hinar bestu," sagði Barry Warburton, lögfræðingur Nicklas Bendtner.

Auk þess að missa prófið þá þarf Bendtner einnig að greiða sekt upp á 660 pund eða rúmlega 129 þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×