Enski boltinn

Eigendur West Ham reyndu að fá bæði Torres og Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Gold og David Sullivan, eigendur enska félagsins West Ham, ætluðu sér stóra hluti í janúarglugganum því þeir hafa viðurkennt að hafa reynt að fá bæði Fernando Torres og Carlos Tevez til liðsins.

Fernando Torres hefur ekki skorað í síðustu 20 leikjum með Chelsea og Carlos Tevez lék síðast með Manchester City í september. Eigendur West Ham ætluðu að nýta tækifærið og fá þessi heimsfrægu leikmenn á láni.

„Við reyndum að fá Torres frá Chelsea. Ef hann getur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni hvernig væri þá að hann reyndi fyrir sér hjá okkur í einn mánuð. Við gætum kannski kveikt í honum. Þeir svöruðu bara ekki á þessari stundu," sagði David Sullivan í samtali við stuðningsmannasíðu West Ham "West Ham Till I Die".

„Við reyndum þrisvar sinnum að fá Carlos Tevez en þeir svöruðu þrisvar sinnum að það væri ekki möguleiki," sagði Sullivan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×