Enski boltinn

Andre Villas-Boas bjartsýnn fyrir leikinn gegn Napoli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Villas-Boas á hliðarlínunni í leik gegn Birmingham í ensku bikarkeppninni.
Andre Villas-Boas á hliðarlínunni í leik gegn Birmingham í ensku bikarkeppninni. Mynd. / Getty Images
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, er bjartsýnn fyrir leikinn gegn Napoli í 16-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu sem fram fer í næstu viku.

Chelsea hefur leikið illa að undanförnu og nú berast fréttir af því að Villas-Boas sé búinn að missa klefann og leikmenn beri litla virðingu fyrir stjóranum.

„Napoli er með sterkt lið, en við erum einnig með mjög gott lið. Við þurfum bara að hafa trú á okkur og þá náum við fram sigri".

Fernando Torres, leikmaður Chelsea hefur alls ekki náð sér á strik hjá félaginu síðan hann kom fyrir rúmlega ári. Sjálfstraust hans virðist vera algjörlega í molum og hann á líklega ekki framtíðina fyrir sér hjá félaginu. Andre Villas-Boas tók leikmanninn útaf í hálfleik gegn

Birmingham City þegar liðin mættust í ensku bikarkeppninni í gær, en stjórinn heldur áfram að verja sinn leikmann í fjölmiðlum.

„Hann hefur ótrúlega hæfileika og er leikmaður á heimsmælikvarða, þetta fer að falla fyrir hann," sagði Villas-Boas.

„Þegar leikmaðurinn fer að skora þá kemur sjálfstraustið. Þetta veit hann vel en hann verður bara að vera þolinmóður".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×