Fleiri fréttir

Capello: Rooney verður klár fyrir HM

Fabio Capello á von á því að Wayne Rooney verði búinn að jafna sig af meiðslum sínum þegar að HM í knattspyrnu hefst í sumar.

Manchester City að klára kaupin á Jerome Boateng

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur látið hafa það eftir sér að félagið sé við það að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Jerome Boateng frá Hamburg. City mun borga ellefu milljónir punda fyrir leikmanninn.

Carlo Ancelotti í ítölsku pressunni í dag: Kóngurinn af Englandi

Ítalskir fjölmiðlar hylla Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, í dag eftir að hann varð fyrsti ítalski stjórinn til þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Chelsea varð meistari á fyrsta ári hans með liðið og setti nýtt og glæsilegt markamet í ensku úrvalsdeildinni með því að skora 103 mörk í 38 leikjum.

Newcastle hefur ekki efni á að kaupa nýja leikmenn

Newcastle United er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir aðeins eins árs fjarveru eftir glæsilegan sigur í ensku b-deildinni í vetur. Slæm fjárhagsstaða félagsins þýðir að það verða engir nýir leikmenn keyptir til liðsins fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni.

Carlo Ancelotti: Sigrarnir á United skiptu öllu máli

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sigrarnir tveir í innbyrðisleikjunum á móti Manchester United hafi verið lykillinn að baki því að Chelsea tryggði sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjú ár. Chelsea kláraði titilinn með því að vinna 8-0 sigur á Wigan í lokaumferðinni í gær.

Yossi Benayoun: Væntingarnar voru miklar fyrir tímabilið

Yossi Benayoun, leikmaður Liverpool, segir að leiktímabilið hjá hans mönnum hafi verið algjört klúður. Hann kennir stjórnarmönnum liðsins um og bendir á að salan á Xabi Alonso og staða stjórans, Rafa Benitez, hafi haft mikil áhrif á liðið.

Cesc Fabregas á batavegi

Hinn 22 ára gamli fyrirliði Arsenal og leikmaður spænska landsliðsins, Cesc Fabregas, segist verða klár fyrir slaginn í sumar er HM fer af stað. Útlit var fyrir að Fabregas myndi missa af mótinu eftir að hann meiddist í leik gegn Barcelona er liðin áttust við í Meistaradeildinni.

Fögnuður Chelsea - myndir

Gleði leikmanna og stuðningsmanna Chelsea í dag var fölskvalaus enda var félagið að vinna sinn fyrsta titil í fjögur ár.

Ferguson: Við klöppum fyrir Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig vel eftir sigurinn á Stoke í dag en sigurinn dugði ekki til því Chelsea hampaði bikarnum í lok dags og batt þar með enda á þriggja ára einokun United.

Rooney líklega ekki alvarlega meiddur

Wayne Rooney þurfti að yfirgefa völlinn í dag en nárameiðslin tóku sig upp hjá honum. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir meiðslin þó líklega ekki alvarleg.

Ancelotti: Þetta er stórkostlegt

Chelsea fagnaði Englandsmeistaratitlinum eftir að hafa rústað Wigan 8-0 á heimavelli í lokaumferð deildarinnar í dag. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur í leikslok.

John Terry: Við eigum þetta skilið

John Terry, fyrirliði Chelsea, gat loks fagnað Englandsmeistaratitlinum eftir þriggja ára bið en liðið gulltryggði titilinn í dag eftir að hafa gengið frá Wigan 8-0 á heimavelli.

Chelsea Englandsmeistari með glæsibrag

Chelsea varð Englandsmeistari með glæsibrag í dag er liðið kjöldró Wigan, 8-0, á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Á sama tíma rúllaði Man. Utd yfir Stoke en það dugði ekki til.

Ancelotti: Höfum verið frábærir í vetur

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sínir menn megi ekki vanmeta Wigan og þurfi að halda einbeitingu. Chelsea getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Wigan í dag.

Rio Ferdinand: Besta liðið verður meistari

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United, vonast til að geta hjálpað liði sínu að landa titlinum áður en hann heldur á HM í sumar með landsliðinu. Ferdinand hefur átt við mikil meiðsli að stríða og hefur aðeins verið ellefu sinnum í byrjuarliðinu í vetur.

Malouda: Við verðum meistarar

Chelsea getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri gegn Wigan í dag. Vængmaður Chelsea, Florent Malouda, hefur sagt að það yrðu mestu vonbrigði á hans ferli ef fari svo að þeim mistakist að klára dæmið og vinna deildina.

Ferguson hefur áhyggjur af heilsunni

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur meiri áhyggjur af heilsunni en hvort að lið hans nái að landa meistaratitlinum í nítjánda skipti.

Raul á leið til Tottenham?

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham er sagt hafa mikinn áhuga á hinum reynslumikla Raul, leikmanni Real Madrid.

Ancelotti hefur ekki áhuga á Torres

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að hann ætli sér að bjóða í Fernando Torres, framherja Liverpool, í sumar.

Rooney vill nýjan framherja til United

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, vill að félagið opni veskið í sumar og kaupi annan alvöru framherja til þess að spila með honum í framlínu félagsins.

Beckford skaut Leeds upp í ensku B-deildina

Leeds United tryggði sér í dag sæti í ensku B-deildinni með dramatískum 2-1 sigri á Bristol Rovers. Það var Jermaine Beckford sem skoraði markið mikilvæga.

Fabregas keypti stefnumót við Orlando Bloom

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, gerði sér lítið fyrir og borgaði 12 þúsund pund fyrir stefnumót við leikarann Orlando Bloom. Þetta gerði Fabregas á uppboði sem Arsenal hélt til styrktar góðs málefnis.

O´Neill er ekki á förum

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram hjá félaginu.

Fertugur leikmaður er sá besti í skosku úrvalsdeildinni

David Weir, fyrirliði skosku meistarana í Rangers, fær góða afmælisgjöf í tilefni af fertugsafmæli sínu á mánudaginn. Hann mun byrja sunnudaginn á því að taka við skoska meistarabikarnum og enda hann á taka við verðlaunum sem leikmaður ársins.

Gareth Barry frá í fjórar vikur og HM er í hættu

Gareth Barry, miðjumaður Manchester City og enska landsliðsins er meiddur á ökkla og verður frá næstu fjórar vikurnar. Barry meiddist í tapinu á móti Tottenham í síðustu viku þegar hann datt um samherja sinn.

Rooney fær sér skál af morgunkorni fyrir leiki

Leikjaundirbúningur hjá einum besta knattspyrnumanni heims, Wayne Rooney, er ekki eins heilsusamlegur og margur hefði haldið. Ólíkt flestum fær hann sér ekki pasta eða gufusoðið grænmeti. Hann kýs frekar skál af morgunkorni en það er vani sem hann losnar ekki við.

Cole gæti farið til Ítalíu

Framtíð enska landsliðsmannsins Joe Cole hjá Chelsea er enn í lausu lofti. Leikmaðurinn verður samningslaus í sumar og fjölmörg félög hafa áhuga á að næla sér í þjónustu leikmannsins.

Man. Utd mætir Celtic í Kanada

Manchester United mun fara í æfingaferðalag til Ameríku í sumar þar sem liðið mun spila í Philadelphia, Kansas, Houston sem og í Toronto í Kanada. Loks spilar liðið í Mexíkó.

Bale framlengir við Tottenham

Gareth Bale er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Tottenham Hotspur. Þessi welski landsliðsmaður verður því í herbúðum félagsins til ársins 2014.

Fundur Benitez og stjórnarformannsins gekk vel

Forráðamenn Liverpool segjast vera sáttir við fundinn með Rafa Benitez, stjóra liðsins, í gær. Benitez hittu þá tvo helstu stjórnarmenn félagsins á fundi um framtíð stjórans. Fundurinn er sagður hafa endað á jákvæðum nótum.

Ireland hugsanlega á förum frá Man. City

Stephen Ireland segir það alls ekki víst að hann verði í herbúðum Man. City á næstu leiktíð en hann hefur afar fá tækifæri fengið síðan Roberto Mancini tók við liðinu.

Drogba og Malouda stofna rokkhljómsveit

Chelsea-félagarnir Didier Drogba og Florent Malouda eru að stofna sína eigin rokkhljómsveit og stefna á að fá fleiri félaga sína í Chelsea-liðinu í bandið.

Tosic vill fá fleiri tækifæri hjá United

Zoran Tosic segir að hann vilji fá tækifæri til að spila meira hjá Manchester United á næstu leiktíð. Annars komi til greina að finna sér nýtt félag.

Sjá næstu 50 fréttir