Enski boltinn

Mikel missir af bikarúrslitaleiknum og lokaleiknum í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Obi Mikel.
John Obi Mikel. Mynd/AFP
Nígeríumaðurinn John Obi Mikel fær ekki tækifæri til þess að hjálpa Chelsea að vinna tvo titla í næstu tveimur leikjum liðsins því miðjumaðurinn þurfti að gangast undir hnéaðgerð.

Mikel missir af lokaleiknum í deildinni á sunnudaginn á móti Wigan sem og bikarúrslitaleiknum á móti Portsmouth sem fram fer 15. maí. Hnéaðgerðin var lýst sem smáaðgerð en var nógu stórt til þess að hafa af honum þessa tvo leiki.

Þetta er langt frá því að vera skemmtilegasti tíminn til að meiðast en Chelsea-liðið hefur leyst það vel í síðustu leikjum að vera án bæði Mikel og Michael Essien. Michael Ballack hefur spilað vel í stöðu afturliggjandi miðjumanns í fjarveru þeirra.

Mikel meiddist eftir tæklingu frá Bolton-manninum Kevin Davies í síðasta mánuði og meiðslin tóku sig upp snemma í næsta leik á eftir sem var á móti Tottenham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×