Enski boltinn

Carlo Ancelotti í ítölsku pressunni í dag: Kóngurinn af Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. Mynd/AP
Ítalskir fjölmiðlar hylla Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, í dag eftir að hann varð fyrsti ítalski stjórinn til þess að vinna ensku úrvalsdeildina. Chelsea varð meistari á fyrsta ári hans með liðið og setti nýtt og glæsilegt markamet í ensku úrvalsdeildinni með því að skora 103 mörk í 38 leikjum.

Gazzetta dello Sport birti mynd af Carlo Ancelotti á forsíðunni og undir stóð: „Kóngurinn af Englandi. Enginn ítalskur þjálfari hefur áður unnið ensku deildina. Ancelotti meistari á fyrsta ári."

„Sigur Ancelotti," stóð í fyrirsögn Corriere dello Sport og undir stóð: „Hann er fyrsti Ítalinn til að vinna ensku úrvalsdeildina."

„Ancelotti, já enska úrvalsdeildin er hans," stóð í fyrirsögn Tuttosport.

La Repubblica hrósaði Ancelotti mikið fyrir að spila sóknarbolta en liðið bætti tíu ára markamet United um fimm mörk.

„Ancelotti fagnar sigri í fyrstu tilraun" stóð í fyrirsögn blaðsins og undir stóð: „Vedi, vini, vici. Carlo Ancelotti fagnar sigri í fyrstu tilraun og er orðinn kóngurinn í London."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×