Enski boltinn

Rooney vill nýjan framherja til United

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berbatov í skugganum. Rooney þarf sterkari mann en Berbatov með sér.
Berbatov í skugganum. Rooney þarf sterkari mann en Berbatov með sér.

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, vill að félagið opni veskið í sumar og kaupi annan alvöru framherja til þess að spila með honum í framlínu félagsins.

„Ef við náum að kaupa tvö stór nöfn til félagsins þá mun það auka líkurnar verulega á því að við vinnum titilinn til baka ef Chelsea klárar dæmið núna," sagði Rooney.

United hefur lítið fengið út úr Dimitar Berbatov í vetur sem og Michael Owen. Félagið vildi ekki greiða uppsett verð fyrir Carlos Tevez og hann hefur í kjölfarið blómstrað hjá nágrönnunum í City. Pressan hefur því verið á Rooney í vetur og sem betur fer fyrir United þá stóð hann undir henni. Þegar liðið hefur aftur á móti verið án hans er ekki sami bragur á liðinu.

„Ef fólk lítur á liðið frá 1999 þá vorum við með fjóra framherja sem allir gátu skorað reglulega. Nú eru það ég, Berbatov og Owen. Macheda er líka hérna en ef við fáum einn í viðbót þá erum við komnir með rétta jafnvægið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×