Enski boltinn

Ancelotti: Höfum verið frábærir í vetur

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að sínir menn megi ekki vanmeta Wigan og þurfi að halda einbeitingu. Chelsea getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á Wigan í dag.

„Ég vill ekki segja að það séu örlögin að við vinnum titilinn. Það er viljinn okkar og við höfum verið frábærir í vetur en megum ekki gleyma að við eigum einn leik eftir," sagði Ancelotti við Daily Mirror.

Ancelotti talar um frábæran vetur og segir óhugsanlegt að missa af titlinum eftir góða frammistöðu liðsins þetta tímabilið.

„Við verðum að gera okkar besta og spila líkt og við gerðum í síðasta leik. Fram að deginum í dag höfum við átt skilið að sitja á toppnum. Það yrði hörmung að missa þetta úr greipum okkar núna eftir stórkostlega tíu mánuði," segir Ancelotti.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×