Enski boltinn

Fertugur leikmaður er sá besti í skosku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Weir.
David Weir. Mynd/Getty Images
David Weir, fyrirliði skosku meistarana í Rangers, fær góða afmælisgjöf í tilefni af fertugsafmæli sínu á mánudaginn. Hann mun byrja sunnudaginn á því að taka við skoska meistarabikarnum og enda hann á taka við verðlaunum sem leikmaður ársins.

Weir verður elsti leikmaðurinn sem hefur verið kosinn bestur af skoskum íþróttafréttamönnum en hann hefur spilað frábærlega í miðri vörninni hjá Rangers á þessu tímabili. Rangers hefur aðeins fengið á sig 25 mörk í 37 leikjum og er með átta stiga forskot á Celtic þegar aðeins ein umferð er eftir.

Weir tók við fyrirliðastöðunni í fyrravor þegar Barry Ferguson var settur af eftir agabrot með landsliðinu og er nú að taka við skoska meistarabikarnum annað árið í röð. Hann er með lausan samning í sumar og er ekki viss um hvort hann spili áfram á Ibrox þótt að hann hafi áhuga á því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×