Enski boltinn

Chelsea Englandsmeistari með glæsibrag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Terry fagnar í dag.
John Terry fagnar í dag.

Chelsea varð Englandsmeistari með glæsibrag í dag er liðið kjöldró Wigan, 8-0, á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Á sama tíma rúllaði Man. Utd yfir Stoke en það dugði ekki til.

Chelsea vinnur titilinn á aðeins einu stigi en Chelsea fékk 86 stig og Man. Utd 85. Chelsea setti í dag einnig glæsilegt markamet sem Man. Utd átti frá leiktíðinni 1999-2000. Chelsea varð fyrst allra liða til þess að skora yfir 100 mörk á einni leiktíð og Chelsea gerði gott betur því liðið skoraði 103 mörk í deildinni.

Didier Drogba skoraði þrennu í leiknum í dag og tryggði sér þar með markakóngstitilinn. Hann skoraði 29 mörk í deildinni. Þetta var svo sannarlega dagur Chelsea.

Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum í dag er Anelka kom þeim yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Wigan sótti nokkuð í kjölfarið og var allt eins líklegt til þess að jafna leikinn.

Vendipunktur leiksins kom síðan á 31. mínútu er Gary Caldwell reif í treyju Franks Lampard í teignum. Enski landsliðsmaðurinn var fljótur niður í grasið og Martin Atkinson dæmdi víti. Hann lét það ekki duga heldur henti hann Caldwell af velli með rautt spjald. Harður dómur að margra mati.

Lampard skoraði sjálfur úr vítinu og eftir það mark var titillinn Chelsea. Leikmenn liðsins yfirspiluðu tíu leikmenn Wigan og virtust skora að vild.

Úrslit dagsins:

Chelsea-Wigan  8-0

1-0 Nicolas Anelka (6.), 2-0 Frank Lampard, víti (32.), 3-0 Salomon Kalou (54.), 4-0 Nicolas Anelka (56.), 5-0 Didier Drogba (63.), 6-0 Didier Drogba, víti (68.), 7-0 Didier Drogba (80.), 8-0 Ashley Cole (90.)

Rautt spjald: Gary Caldwell, Wigan (31.)

Man. Utd-Stoke City  4-0

1-0 Darren Fletcher (31.), 2-0 Ryan Giggs (38.), 3-0 Danny Higginbotham, sjm (54.), 4-0 ji-Sung Park (84.)

Arsenal-Fulham  4-0

1-0 Andrei Arshavin (21.), 2-0 Robin Van Persie (26.), 3-0 Chris Baird, sjm (37.), 4-0 Carlos Vela (84.).

Aston Villa-Blackburn  0-1

0-1 David Hollett (84.).

Bolton-Birmingham  2-1

1-0 Kevin Davies (33.), 2-0 Ivan Klasnic (60.), 2-1 James McFadden (76.)

Burnley-Tottenham  4-2

0-1 Gareth Bale (3.), 0-2 Luka Modric (32.), 1-2 Wade Elliott (42.), 2-2 Jack Cork (54.), 3-2 Martin Paterson (71.), 4-2 Steve Thompson (88.)

Everton-Portsmouth  1-0

1-0 Bilyaletdinov (90.).

Hull City-Liverpool  0-0

West Ham-Man. City  1-1

1-0 Luis Boa Morte (17.), 1-1 Shaun-Wright Phillips (21.)

Wolves-Sunderland  2-1

0-1 Kenwyne Jones (8.), 1-1 Kevin Doyle, víti (10.), 2-1 Adléne Guedioura (78.9

Rautt spjald: Michael Turner, Sunderland (82.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×