Chelsea Englandsmeistari með glæsibrag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. maí 2010 16:59 John Terry fagnar í dag. Chelsea varð Englandsmeistari með glæsibrag í dag er liðið kjöldró Wigan, 8-0, á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Á sama tíma rúllaði Man. Utd yfir Stoke en það dugði ekki til. Chelsea vinnur titilinn á aðeins einu stigi en Chelsea fékk 86 stig og Man. Utd 85. Chelsea setti í dag einnig glæsilegt markamet sem Man. Utd átti frá leiktíðinni 1999-2000. Chelsea varð fyrst allra liða til þess að skora yfir 100 mörk á einni leiktíð og Chelsea gerði gott betur því liðið skoraði 103 mörk í deildinni. Didier Drogba skoraði þrennu í leiknum í dag og tryggði sér þar með markakóngstitilinn. Hann skoraði 29 mörk í deildinni. Þetta var svo sannarlega dagur Chelsea. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum í dag er Anelka kom þeim yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Wigan sótti nokkuð í kjölfarið og var allt eins líklegt til þess að jafna leikinn. Vendipunktur leiksins kom síðan á 31. mínútu er Gary Caldwell reif í treyju Franks Lampard í teignum. Enski landsliðsmaðurinn var fljótur niður í grasið og Martin Atkinson dæmdi víti. Hann lét það ekki duga heldur henti hann Caldwell af velli með rautt spjald. Harður dómur að margra mati. Lampard skoraði sjálfur úr vítinu og eftir það mark var titillinn Chelsea. Leikmenn liðsins yfirspiluðu tíu leikmenn Wigan og virtust skora að vild. Úrslit dagsins: Chelsea-Wigan 8-01-0 Nicolas Anelka (6.), 2-0 Frank Lampard, víti (32.), 3-0 Salomon Kalou (54.), 4-0 Nicolas Anelka (56.), 5-0 Didier Drogba (63.), 6-0 Didier Drogba, víti (68.), 7-0 Didier Drogba (80.), 8-0 Ashley Cole (90.) Rautt spjald: Gary Caldwell, Wigan (31.) Man. Utd-Stoke City 4-0 1-0 Darren Fletcher (31.), 2-0 Ryan Giggs (38.), 3-0 Danny Higginbotham, sjm (54.), 4-0 ji-Sung Park (84.) Arsenal-Fulham 4-01-0 Andrei Arshavin (21.), 2-0 Robin Van Persie (26.), 3-0 Chris Baird, sjm (37.), 4-0 Carlos Vela (84.). Aston Villa-Blackburn 0-1 0-1 David Hollett (84.). Bolton-Birmingham 2-11-0 Kevin Davies (33.), 2-0 Ivan Klasnic (60.), 2-1 James McFadden (76.) Burnley-Tottenham 4-20-1 Gareth Bale (3.), 0-2 Luka Modric (32.), 1-2 Wade Elliott (42.), 2-2 Jack Cork (54.), 3-2 Martin Paterson (71.), 4-2 Steve Thompson (88.) Everton-Portsmouth 1-0 1-0 Bilyaletdinov (90.). Hull City-Liverpool 0-0 West Ham-Man. City 1-11-0 Luis Boa Morte (17.), 1-1 Shaun-Wright Phillips (21.) Wolves-Sunderland 2-10-1 Kenwyne Jones (8.), 1-1 Kevin Doyle, víti (10.), 2-1 Adléne Guedioura (78.9 Rautt spjald: Michael Turner, Sunderland (82.) Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Chelsea varð Englandsmeistari með glæsibrag í dag er liðið kjöldró Wigan, 8-0, á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Á sama tíma rúllaði Man. Utd yfir Stoke en það dugði ekki til. Chelsea vinnur titilinn á aðeins einu stigi en Chelsea fékk 86 stig og Man. Utd 85. Chelsea setti í dag einnig glæsilegt markamet sem Man. Utd átti frá leiktíðinni 1999-2000. Chelsea varð fyrst allra liða til þess að skora yfir 100 mörk á einni leiktíð og Chelsea gerði gott betur því liðið skoraði 103 mörk í deildinni. Didier Drogba skoraði þrennu í leiknum í dag og tryggði sér þar með markakóngstitilinn. Hann skoraði 29 mörk í deildinni. Þetta var svo sannarlega dagur Chelsea. Chelsea fékk draumabyrjun í leiknum í dag er Anelka kom þeim yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Wigan sótti nokkuð í kjölfarið og var allt eins líklegt til þess að jafna leikinn. Vendipunktur leiksins kom síðan á 31. mínútu er Gary Caldwell reif í treyju Franks Lampard í teignum. Enski landsliðsmaðurinn var fljótur niður í grasið og Martin Atkinson dæmdi víti. Hann lét það ekki duga heldur henti hann Caldwell af velli með rautt spjald. Harður dómur að margra mati. Lampard skoraði sjálfur úr vítinu og eftir það mark var titillinn Chelsea. Leikmenn liðsins yfirspiluðu tíu leikmenn Wigan og virtust skora að vild. Úrslit dagsins: Chelsea-Wigan 8-01-0 Nicolas Anelka (6.), 2-0 Frank Lampard, víti (32.), 3-0 Salomon Kalou (54.), 4-0 Nicolas Anelka (56.), 5-0 Didier Drogba (63.), 6-0 Didier Drogba, víti (68.), 7-0 Didier Drogba (80.), 8-0 Ashley Cole (90.) Rautt spjald: Gary Caldwell, Wigan (31.) Man. Utd-Stoke City 4-0 1-0 Darren Fletcher (31.), 2-0 Ryan Giggs (38.), 3-0 Danny Higginbotham, sjm (54.), 4-0 ji-Sung Park (84.) Arsenal-Fulham 4-01-0 Andrei Arshavin (21.), 2-0 Robin Van Persie (26.), 3-0 Chris Baird, sjm (37.), 4-0 Carlos Vela (84.). Aston Villa-Blackburn 0-1 0-1 David Hollett (84.). Bolton-Birmingham 2-11-0 Kevin Davies (33.), 2-0 Ivan Klasnic (60.), 2-1 James McFadden (76.) Burnley-Tottenham 4-20-1 Gareth Bale (3.), 0-2 Luka Modric (32.), 1-2 Wade Elliott (42.), 2-2 Jack Cork (54.), 3-2 Martin Paterson (71.), 4-2 Steve Thompson (88.) Everton-Portsmouth 1-0 1-0 Bilyaletdinov (90.). Hull City-Liverpool 0-0 West Ham-Man. City 1-11-0 Luis Boa Morte (17.), 1-1 Shaun-Wright Phillips (21.) Wolves-Sunderland 2-10-1 Kenwyne Jones (8.), 1-1 Kevin Doyle, víti (10.), 2-1 Adléne Guedioura (78.9 Rautt spjald: Michael Turner, Sunderland (82.)
Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti