Enski boltinn

Newcastle hefur ekki efni á að kaupa nýja leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fyrirliðar Newcastle United, Alan Smith og Kevin Nolan, lyfta bikarnum.
Fyrirliðar Newcastle United, Alan Smith og Kevin Nolan, lyfta bikarnum. Mynd/Getty Images
Newcastle United er komið aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir aðeins eins árs fjarveru eftir glæsilegan sigur í ensku b-deildinni í vetur. Slæm fjárhagsstaða félagsins þýðir að það verða engir nýir leikmenn keyptir til liðsins fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni.

Newcastle fékk ellefu stigum meira en West Bromwich Albion í ensku b-deildinni í vetur og 23 stigum meira en Nottingham Forrest sem endaði í þriðja sætinu.

Chris Hughton, stjóri Newcastle, mun þurfa að treysta á það að fá leikmenn á láni eða á frjálsri sölu. Newscastle tapaði 37,7 milljónum punda á árinu 2008-09 og því er spáð að tapið verði 32,5 milljónir punda á árinu 2009-10.

Stuðningsmenn Newcastle munu örugglega láta eigandann Mike Ashley heyra það verði þetta staðreyndin en flestir þeirra höfðu vonast eftir nýjum og spennandi leikmönnum á St James' Park í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×