Enski boltinn

O´Neill er ekki á förum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann sé á förum frá félaginu. Þvert á móti vilji hann vera áfram hjá félaginu.

Orðrómurinn um brottför O´Neill hefur verið lengi á lífi og stjórinn er orðinn nokkuð þreyttur á þessum fréttum.

„Auðvitað vil ég vera hérna áfram. Af hverju ætti ég ekki að vilja það? Þetta er frábært félag og það er allt til staðar hérna," sagði O´Neill.

Einhverjir fjölmiðlar vildu túlka ræðu hans á fundi með stuðningsmönnum um daginn sem kveðjuræðu.

„Ég geri mér vel grein fyrir því hvernig þessi heimur virkar. Þetta er oft spurning um að þegja eða hafna öllum þessum sögum. Svona er þetta bara og ég skil ekki hvernig var hægt að rangtúlka orð mín á þessum fundi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×