Enski boltinn

Cesc Fabregas á batavegi

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Hinn 22 ára gamli fyrirliði Arsenal og leikmaður spænska landsliðsins, Cesc Fabregas, segist verða klár fyrir slaginn í sumar er HM fer af stað. Útlit var fyrir að Fabregas myndi missa af mótinu eftir að hann meiddist í leik gegn Barcelona er liðin áttust við í Meistaradeildinni fyrr í vetur.

„Ég er ánægður að geta sagt að bati minn er á réttri leið. Ég er loksins byrjaður að skokka aftur og vonandi get ég hlaupið á morgun," segir Fabregas.

„Ég er ánægður með hlutina eins og þeir eru að ganga núna en ég verð að vera rólegur og fullviss um að ég snúi aftur sterkari sem aldrei fyrr," bætti Fabregas við.

Fabregas hlakkar til að hitta félaga sína í landsliðinu og takast á við Heimsmeistaramótið.

„Þetta lítur allt vel út fyrir mótið en ég er svekktur yfir því að ná ekki að taka þátt í endasprettinum með Arsenal-liðinu."."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×