Enski boltinn

Noel ætlar að skíra í höfuðið á Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Noel er mikill knattspyrnuáhugamaður.
Noel er mikill knattspyrnuáhugamaður.

Noel Gallagher, fyrrum gítarleikari Oasis, er mikill knattspyrnuáhugamaður og einn af hörðustu stuðningsmönnum Manchester City.

Argentínumaðurinn Carlos Tevez er í sérstöku uppáhaldi hjá gítarleikaranum og svo hrifinn er Gallagher af Tevez að hann ætlar að nefna barnið sem konan hans gengur með í höfuðið á knattspyrnumanninum.

„Ef þetta er strákur þá mun ég pottþétt í skíra í höfuðið á Tevez. Konan mín, Sara, veit það reyndar ekki enn þá. Það er samt ekki spurning að krakkinn mun heita Carlos. Eða bara Tevez, Tevez Gallagher. Carlito Gallagher kemur einnig til greina," sagði rokkarinn léttur.

„Ef konan samþykkir þetta ekki mun ég samt laumast til þess að skrá strákinn því nafni sem ég vill þegar hún er sofandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×