Enski boltinn

Ancelotti: Þetta er stórkostlegt

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Chelsea fagnaði Englandsmeistaratitlinum eftir að hafa rústað Wigan 8-0 á heimavelli í lokaumferð deildarinnar í dag. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur í leikslok.

„Þetta er stórkostlegt, við gerðum okkar besta og ég gerði mitt besta fyrir félagið. Það er frábært andrúmsloft hjá Chelsea, frábærir stuðningsmenn og okkur finnst við verskulda titilinn eftir þetta tímabil. Við erum mjög ánægðir," sagði Carlo Ancelotti glaður í bragði eftir stórsigurinn gegn Wigan.

„Við erum ánægðir með margt. Við erum ánægðir með markametið og Didier Drogba er markahæstur í deildinni en fyrst og fremst erum við ánægðir með góða frammistöðu," bætti Ancelotti við.

Aðspurður hvort það væri erfitt að feta í fótspor Mourinho hafði hann þetta að segja.

„Mourinho gerði góða hluti hér og vann tvo titla með Chelsea. Þetta er minn fyrsti og ég vonast til að ná sama árangri og hann gerði með liðið. Nú eigum við möguleika á öðrum bikar og ég vona að leikmenn verði klárir í það eftir fagnaðarlætin í dag," sagði Ancelotti að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×