Enski boltinn

Fabregas keypti stefnumót við Orlando Bloom

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, gerði sér lítið fyrir og borgaði 12 þúsund pund fyrir stefnumót við leikarann Orlando Bloom. Þetta gerði Fabregas á uppboði sem Arsenal hélt til styrktar góðs málefnis.

Hann ætlar reyndar ekki sjálfur á stefnumótið heldur fær systir hans að fara út með leikaranum sykursæta.

Það var ýmislegt boðið upp á þessu uppboði og Daninn Nicklas Bendtner greiddi 7.000 pund fyrir Arsenal-treyju með áritun rapparans Jay-Z.

Kvöldverður með sjálfum Arsene Wenger fór á 20 þúsund pund en ekki er vitað hver keypti þann kvöldverð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×