Enski boltinn

Rio Ferdinand: Besta liðið verður meistari

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United, vonast til að geta hjálpað liði sínu að landa titlinum áður en hann heldur á HM í sumar með landsliðinu. Ferdinand hefur átt við mikil meiðsli að stríða og hefur aðeins verið ellefu sinnum í byrjuarliðinu í vetur.

„Ég krosslegg fingur í von um að sleppa við öll meiðsli og geta mætt ferskur og klár í slaginn þegar HM hefst í sumar," sagði Ferdinand við The Guardian.

Manchester United á möguleika á því að vinna titilinn en þeir verða því miður að treysta á Wigan sem mætir Chelsea í lokaumferð deildarinnar í dag. Chelsea sitja á toppnum einu stigi á undan United.

„Við verðum að bíða og sjá. Það eina sem við getum gert er að vinna okkar vinnu og svo verðum við bara að bíða og vona að Wigan geri okkur greiða," bætti Ferdinand við.

„En í lok dags verður besta liðið meistari og ef það verður Manchester United þá er það frábært," sagði Ferdinand að lokum










Fleiri fréttir

Sjá meira


×