Enski boltinn

Rooney líklega ekki alvarlega meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wayne Rooney þurfti að yfirgefa völlinn í dag en nárameiðslin tóku sig upp hjá honum. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir meiðslin þó líklega ekki alvarleg.

„Þetta er nárinn aftur, því miður. Ég held þó ekki að þetta sé neitt alvarlegt. Ég tel að hann verði í góðu lagi og geti spilað með landsliðinu," sagði Ferguson.

Rooney þarf augljóslega einhverja hvíld og góða sjúkraþjálfun fyrir HM ef hann á að komast í gegnum mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×