Enski boltinn

Manchester City að klára kaupin á Jerome Boateng

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jerome Boateng (lengst til vinstri) fagnar marki með Hamburg.
Jerome Boateng (lengst til vinstri) fagnar marki með Hamburg. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur látið hafa það eftir sér að félagið sé við það að ganga frá kaupum á þýska landsliðsmanninum Jerome Boateng frá Hamburg. City mun borga ellefu milljónir punda fyrir leikmanninn.

„Við erum mjög nálægt því að ganga frá kaupunum á honum. Boateng er góður leikmaður, hann er ungur og hann er sterkur," sagði Roberto Mancini við Manchester Evening News.

„Hann spilar með landsliðinu og hann getur spilar þrjár mismundandi stöður á vellinum, sem miðvörður, bakvörður og miðjumaður. Það er gott fyrir okkur að geta náð í leikmann eins og hann," sagði Mancini.

Jerome Boateng er 21 árs og 192 sm varnarmaður sem getur einnig spilað aftarlega á miðjunni. Hann er búinn að vera hjá Hamburg síðan 2007 og á að baki 3 landsleiki fyrir Þýskaland.

Boateng er frá Berlín og hóf atvinnumannaferill hjá Herthu Berlin. Hann er yngri bróðir Kevin-Prince Boateng sem nú spilar hjá Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×