Enski boltinn

Cardiff vann útisigur á Leicester í umspilinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.

Cardiff stendur vel að vígi í umspili 1. deildar eftir útisigur á Leicester, 0-1, í dag. Það var Peter Whittingham sem skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.

Markið var einstaklega huggulegt. Aukaspyrna á hægri kantinum sem Whittingham setti í stöngina og inn.

Cardiff á heimaleikinn eftir en vert er að geta þess að útivallarmörk telja ekki tvöfalt líkt og í Evrópukeppnum.

Sigurvegarinn í rimmunni mætir síðan annað hvort Blackpool eða Nott. Forest í hreinum úrslitaleik á Wembley um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×