Fleiri fréttir

Búið að draga í enska bikarnum

Það var dregið í átta liða úrslit í enska bikarnum seinni partinn í dag. Chelsea mætir annað hvort Man. City eða Stoke en það verður væntanlega stórslagur átta liða úrslitanna.

Huddlestone klúðraði víti

Bolton Wanderers og Tottenham Hotspur þurfa að mætast á nýjan leik í enska bikarnum eftir að liðin skildu jöfn, 1-1, á Reebok-vellinum í dag.

City ætlar sér að krækja í Vidic

Serbneski landsliðsmaðurinn og varnarmaður Manchester United, Nemanja Vidic, hefur verið orðaður við mörg lið í vetur. Þar á meðal Real Madrid og AC Milan.

Ronaldo saknar Manchester

Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist sakna Man. Utd og útilokar ekki að ganga aftur í raðir félagsins síðar á ferlinum.

Wilkins: Höfum engar áhyggjur af Joe Cole

Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, segir að það sé í góðu lagi með Joe Cole og það sé engin óánægja með hans leik þó svo hann hafi verið tekinn af velli í hálfleik gegn Cardiff í dag.

Stoke náði jafntefli gegn Man. City

Manchester City og Stoke City þurfa að mætast á nýjan leik í enska bikarnum þar sem að liðin gerðu jafntefli, 1-1, í Manchester.

Plymouth skellti Barnsley

Kári Árnason og félagar í Plymouth unnu óvæntan sigur á Barnsley, liði Emils Hallfreðssonar, í ensku 1. deildinni í dag.

Jafntefli hjá Reading

Reading og WBA þurfa að mætast á ný eftir að liðin gerðu jafntefli, 2-2, í hörkuslag í dag.

Portsmouth komst áfram í bikarnum

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth eru komnir áfram í enska bikarnum eftir skrautlegan leik sem Portsmouth vann, 4-1.

Carlo Ancelotti: Ashley Cole mun spila á HM í sumar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er viss um að Ashley Cole verði orðinn góður af ökklabroti sínu fyrir HM í Suður-Afríku í sumar en Cole meiddist á móti Everton í vikunni og verður frá í þrjá mánuði.

Rauða spjaldið hans Boateng dregið til baka

Enska knattspyrnusambandið hefur dregið til baka rauða spjaldið sem George Boateng, miðjumaður Hull, fékk í leik á móti Blackburn í vikunni. George Boateng sleppur því við þriggja leikja bann.

Capello líkir Rooney við Raul

Landsliðsþjálfari Englands, Fabio Capello, segir að það sé margt sameiginlegt með Wayne Rooney og Spánverjanum Raul.

Vaxmynd af Gerrard á Anfield

Vaxmynd af Steven Gerrard kemur í hið fræga vaxmyndasafn Madame Tussaud í London á næstu dögum. Vaxmyndin var afhjúpuð á Anfield en þetta er í eitt af örfáum skiptum sem vaxmyndir af safninu eru frumsýndar utan London.

Ancelotti neitar að afskrifa Arsenal

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Arsenal sé enn með í baráttunni um enska meistaratitilinn enda er félagið aðeins sex stigum á eftir Chelsea.

Eriksson yfirgefur Notts County

Sven-Göran Eriksson er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska liðinu Notts County. Hann verður engu að síður heiðursforseti hjá félaginu.

David Moyes efast um að Everton geti haldið Landon Donovan

David Moyes, stjóri Everton, er allt annað en bjartsýnn um að félagið getið framlengt lánsamning Bandaríkjamannsins Landon Donovan en tíu vikna samningur við Galaxy rennur út um miðjan mars. Donovan hefur staðið sig frábærlega með Everton liðinu síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy í janúar.

Fletcher: Pressan okkar skilar öllum þessum sjálfsmörkum

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, segir ástæðuna fyrir öllum sjálfsmörkum mótherja Manchester United á tímabilinu vera pressuna sem United-liðið setur á andstæðinga sína. 10 af 62 mörkum United í ensku úrvalsdeildinni í vetur hafa verið sjálfsmörk mótherja.

Enska deildin betri en sú ítalska

Hinn ítalski landsliðsþjálfari Ítala, Fabio Capello, reitti marga landa sína til reiði þegar hann sagði að allt við ensku deildina væri betra en ítalska deildin.

Adebayor: Ég ætti að vera í líkkistu

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor mun tileinka það sem eftir er af ferli sínum minningu félaga í landsliðinu sem létust er landsliðsrúta Tógó varð fyrir skotárás fyrir Afríkukeppnina.

David Moyes um Louis Saha í kvöld: Hann átti að skora fjögur mörk

David Moyes, stjóri Everton, var ekkert að missa sig yfir frammistöðu Frakkans Louis Saha í 2-1 sigri Everton á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Saha skoraði bæði mörk Everton í leiknum og fór illa með John Terry þegar hann skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik.

Tíu sjálfsmörk mótherja Manchester United í vetur

Andstæðingar ensku meistarana í Manchester United hafa gert sér lífið erfiðara með því að aðstoða United-menn í markaskoruninni í ensku úrvalsdeildinni. United náði jafntefli á móti Aston Villa í kvöld þökk sé enn einu sjálfsmarkinu nú frá Aston Villa manninum James Collins.

Sjá næstu 50 fréttir