Enski boltinn

Nektarmyndir af Ashley Cole í umferð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ashley Cole er afar skömmustulegur þessa dagana eftir að hann viðurkenndi að nektarmyndir af honum hafi óvænt komist í umferð.

Cole heldur því fram að hann hafi gefið félaga sínum síma sem hann átti en hann segist hafa gleymt að eyða út nektarmyndum af sjálfum sér áður en hann gaf félaga sínum símann.

Þessi meinti vinur Cole tók síðan upp á því að senda nektarfyrirsætu myndirnar. Hún tók afar vel í sendingarnar og svaraði með því að senda æsandi myndbönd af sjálfri sér til baka.

Myndirnar enduðu að sjálfsögðu að lokum inn á borði slúðurblaðsins The Sun sem birti fréttina í dag.

Myndirnar eru teknar inn á hóteli enska landsliðsins í júní í fyrra. Skömmu fyrir landsleik Englands og Andorra.

Svo er bara spurning hvort eiginkona Cole, Cheryl, kaupi þessa sögu bakvarðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×