Enski boltinn

John Terry fær frí í bikarleiknum á móti Cardiff

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry í leiknum í kvöld.
John Terry í leiknum í kvöld. Mynd/AFP
Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, staðfesti í kvöld að John Terry, fyrirliði liðsins, yrði ekki með Chelsea um helgina þegar liðið mætir Cardiff í ensku bikarkeppninni.

Terry fær leyfi til þess að huga að sínum persónulegu vandamálum sem hafa verið áberandi á síðum ensku blaðanna síðustu dagana eftir að upp komst um framhjáhald hans. Terry spilaði allar 90 mínúturnar í 1-2 tapi Chelsea á móti Everton í kvöld.

„Hann mun ekki spila leikinn um helgina. Carlo ætlar að gefa honum smá frí. Hann mun koma til baka og taka þátt í undirbúningi liðsins fyrir leikinn á móti Wolves 20. febrúar næstkomandi. Þeir ræddu þetta aðeins, John og Carlo, og tóku þá ákvörðun að þetta kæmi sér best fyrir alla," sagði Ray Wilkins í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×