Enski boltinn

Daily Mail: Torres stefnir á endurkomu gegn City

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Daily Mail þá hefur framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool sett stefnuna á að vera klár í slaginn fyrir leikinn gegn Manchester City 21. febrúar.

Torres á við hnémeiðsli að stríða en til Spánverjans sást á æfingasvæði Liverpool í Melwood þar sem hann var að hlaupa á fullu og þykir það benda til þess að ekki sé langt í endurkomu hjá honum en engin formleg tilkynning hefur borist frá Liverpool eða knattspyrnustjóranum Rafa Benitez um hvað sé langt í að kappinn sé klár að nýju.

Torres hefur ekkert verið með Liverpool síðan hann fór meiddur af velli í FA-bikarleik gegn Reading 13. janúar.

Liverpool er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Manchester City en síðarnefnda félagið á tvo leiki til góða og komandi viðureign því gríðarlega mikilvæg í baráttunni um Meistaradeildarsæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×