Enski boltinn

Nani: Ferguson var reiður út í mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Portúgalinn Nani viðurkennir að Sir Alex Ferguson hafi ekki verið par sáttur er Nani lét reka sig af velli gegn Aston Villa.

Nani fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir tveggja fóta tæklingu á Stiliyan Petrov.

Hann fer nú í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleik deildarbikarsins.

„Ég talaði við stjórann í hálfleik og hann var reiður út í mig. Það er eðlilegt enda má ekki tækla svona. Ég tek fulla ábyrgð á mínum gjörðum þó svo ég hafi ekki ætlað að gera þetta," sagði Nani.

„Ég biðst afsökunar því við misstum af tækifæri til þess að komast á topp deildarinnar. Þetta er líka mjög slæmt fyrir mig því ég var að komast í mitt besta form."

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×