Enski boltinn

Fabregas segist ekki vera á leiðinni til Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, hafnaði í gær þeim fréttum að hann væri búinn að samþykkja að ganga í raðir Barcelona næsta sumar.

Þær fréttir komu frá Spáni í gær að Fabregas væri búinn að gera munnlegt samkomulag við Börsunga.

Barcelona varð fyrri til að hafna þessum fréttum og leikmaðurinn sjálfur gerði það í gærkvöldi.

„Barcelona neitar þessu og ég neita þessu. Ég er bara að hugsa um Arsenal," sagði Fabregas eftir leik Arsenal og Liverpool.

„Ég tel að Arsenal sé æðra öllu og tel okkur eiga skilið smá virðingu," sagði Fabregas og Wenger, stjóri Arsenal, tók í sama streng.

Faðir Fabregas segir aftur á móti að leikmaðurinn sé til í að ræða við Barcelona um möguleg félagsskipti næsta sumar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×