Enski boltinn

Adebayor: Ég ætti að vera í líkkistu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor mun tileinka það sem eftir er af ferli sínum minningu félaga í landsliðinu sem létust er landsliðsrúta Tógó varð fyrir skotárás fyrir Afríkukeppnina.

„Eftir þetta atvik er ég bara þakklátur fyrir að vera á vellinum. Ég hélt að ég myndi aldrei komast aftur inn á fótboltavöll, myndi aldrei skora aftur en Guð greip í höndina á mér," sagði Adebayor.

„Sumir létust og ég spila í minningu þeirra í dag. Ég gæti legið í líkkistu einhvers staðar núna. Ég elska að skora mörk og núna mun ég fagna enn meira því ég er í paradís að skora en ligg ekki í líkkistu."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×