Enski boltinn

Stephen Ireland kennir Mark Hughes um formleysið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Ireland, 23 ára miðjumaður Manchester City.
Stephen Ireland, 23 ára miðjumaður Manchester City. Mynd/AFP
Stephen Ireland, miðjumaður Manchester City, var ekki ánægður með störf Mark Hughes áður en hann var rekinn frá félaginu og kennir velska stjórann um formleysi sitt á þessu tímabili.

„Síðustu sex mánuðirnir undir stjórn Mark Hughes voru mjög pirrandi fyrir mig. Ég fékk aldrei að spila mína stöðu og þurfti að sætta mig vera að varnartengiliður, vinstri vængamaður eða hægri vængmaður. Þessar stöður eru ekki fyrir mig," sagði Stephen Ireland.

Stephen Ireland hefur skorað 2 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 19 deildarleikjum með City í vetur en hann var með 9 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum á síðasta tímabili.

„Maður verður samt að halda áfram og reyna að aðlagast en ef það á að ná sem bestu út úr mér þá verða menn að láta mig spila mína bestu stöðu. Ég get þá verið ég sjálfur og laus við keðjurnar," segir Ireland.

Hinn 23 ára gamli Íri er bjartsýnn á framtíð sína undir stjórn Roberto Mancini. „Stjórinn er að gera hlutina öðruvísi og hefur staðið sig mjög vel hingað til. Við erum ennþá að skora mörk en við erum hættir að fá eins mörk á okkur og það er meiri vinnusemi í liðnu," sagði Stephen Ireland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×