Enski boltinn

Ryan Giggs frá í fjórar vikur með brákaða hendi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs er meiddur á hendi.
Ryan Giggs er meiddur á hendi. Mynd/AFP
Meiðsli Ryan Giggs, í jafnteflisleiknum á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær, reyndust vera það alvarleg að hann verður frá keppni í fjórar vikur.

Ryan Giggs brákaði hendi eftir að hann lenti í samstuði við Aston Villa manninn Steve Sidwell á 74. mínútu leiksins.

Ryan Giggs mun missa af Meistaradeildarleikjunum á móti AC Milan, úrslitaleik deildarbikarsins á móti Aston Villa auk deildarleikja á móti Everton, West Ham og Wolves

Þetta er áfall fyrir Sir Alex Ferguson ekki síst þar sem Portúgalinn Nani fékk að líta rauða spjaldið í gær og verður því í banni í næstu þremur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×