Enski boltinn

Varð að fara til að bjarga félaginu frá gjaldþroti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sven-Göran Eriksson segir að aðalástæðan fyrir því að hann hafi hætt hjá Notts County sé sú að félagið hefði farið í greiðslustöðvun ef hann hefði verið áfram.

Hann segist vera mjög svekktur yfir því að þurfa að labba frá þessu verkefni en hann gekk í raðir félagsins síðasta sumar.

„Við höfðum lítinn tíma og á endanum samþykkti ég að fara. Að öðrum kosti hefði félagð horfið. Ég vil ekki vera maðurinn sem var ábyrgur fyrir því að Notts County fór í greiðslustöðvun. Mér þykir þetta leiðinlegt því mér líkaði vel við félagið og alla hjá félaginu. Það eru eingöngu afar elskulegt fólk að vinna þarna," sagði Svíinn.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×