Enski boltinn

Huddlestone klúðraði víti

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Defoe fagnar marki sínu í dag.
Defoe fagnar marki sínu í dag.

Bolton Wanderers og Tottenham Hotspur þurfa að mætast á nýjan leik í enska bikarnum eftir að liðin skildu jöfn, 1-1, á Reebok-vellinum í dag.

Kevin Davies kom Bolton yfir á 34. mínútu en Jermain Defoe jafnaði leikinn á 61. mínútu.

Tom Huddlestone fékk úrvalstækifæri til þess að skjóta Spurs áfram í keppninni en hann klúðraði vítaspyrnu á 72. mínútu.

Grétar Rafn Steinsson var í liði Bolton en Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekk Spurs allan leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×