Enski boltinn

David Moyes efast um að Everton geti haldið Landon Donovan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landon Donovan.
Landon Donovan. Mynd/AFP
David Moyes, stjóri Everton, er allt annað en bjartsýnn um að félagið getið framlengt lánsamning Bandaríkjamannsins Landon Donovan en tíu vikna samningur við Galaxy rennur út um miðjan mars. Donovan hefur staðið sig frábærlega með Everton liðinu síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy í janúar.

Landon Donovan hefur skorað eitt mark og gefið tvær stoðsendingar í sex deildarleikjum með Everton og liðið hefur náð í 13 af 18 mögulegum stigum í þessum sex leikjum.

„Ég held að við getum ekki haldið honum enda vissum við alltaf að þetta yrði bara stuttur lánsamningur," sagði David Moyes. „Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Galaxy svo að hann fer aftur þangað," sagði Moyes.

Moyes var mjög ánægður með Bandaríkjamanninn á móti Chelsea í gær. „Landon spilaði kannski þarna sinn besta leik fyrir okkur. Hann var alltaf ógnandi, átti mörg góð hlaup og sótti mikið á Ashley Cole," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×