Enski boltinn

Blatter: Terry hefði verið hylltur í latneskum löndum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sepp Blatter.
Sepp Blatter. Nordic photos/AFP

Hinn umdeildi Sepp Blatter, forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, hefur tjáð sig um fjölmiðlafárið í kringum framhjáhald enska landsliðsmannsins John Terry.

Terry varð sem kunnugt er sviptur fyrirliðabandi enska landsliðsins í kjölfar hneykslisins en Blatter telur aðför breskra fjölmiðla að leikmanninum óneitanlega vera mjög sérstaka.

„Ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða Englendinga í sambandi við Terry kom mér á óvart. Ef þetta framhjáhald hefði komið upp í latneskum löndum þá hefði Terry bara verið hylltur," sagði Svisslendingurinn Blatter á blaðamannafundi í Vancouver í Kanada.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×