Enski boltinn

Villa knúði fram annan leik gegn Crystal Palace

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Palace fagna seinna marki sínu í leiknum.
Leikmenn Palace fagna seinna marki sínu í leiknum.

Úrvalsdeildarlið Aston Villa komst í hann krappann á Selhurst Park í dag þar sem liðið sótti Crystal Palace heim í ensku bikarkeppninni.

Stiliyan Petrov reyndist hetja Villa í leiknum er hann skoraði jöfnunarmark liðsins þrem mínútum fyrir leikslok og knúði þar með fram annan leik.

Johannes Ertl kom Palace yfir á 24. mínútu en James Collins jafnaði mínútu síðar.

Darren Ambrose kom Palace yfir á ný 20 mínútum fyrir leikslok en Petrov kom síðan til bjargar eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×