Enski boltinn

Ashley Cole er ökklabrotinn og verður frá í þrjá mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landon Donovan ökklabrýtur hér Ashley Cole í leiknum í gær.
Landon Donovan ökklabrýtur hér Ashley Cole í leiknum í gær. Mynd/GettyImages
Ashley Cole bakvörður Chelsea og enska landsliðsins verður frá keppni í þrjá mánuði eftir að hann ökklabrotnaði í tapleiknum á móti Everton í gær. Cole meiddist eftir samstuð við Everton-manninn Landon Donovan.

Alvarleiki meiðsla Cole komu í ljós við myndatöku í dag en Cole ætti að geta byrjað spila aftur í maímánuði og ná þar með síðustu leikjum Chelsea á tímabilinu.

Meiðsli Cole eru ekki bara slæmar fréttir fyrir Chelsea því þetta er einnig áhyggjuefni fyrir enska landsliðið enda er Cole fastamaður í vinstri bakverðinum.

Cole og Donovan gætu hist á nýju í fyrsta leik Englendinga og Bandaríkjamanna á HM en hann fer fram 12. júní í Suður-Afríku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×