Fleiri fréttir

Zola: Held að McCarthy og Cole muni ná vel saman

Knattspyrnustjórinn Gianfranco Zola hjá West Ham er sannfærður um að framherjinn Benni McCarthy eigi eftir að leggja sitt að mörkum til þess að hjálpa Lundúnafélaginu í harðri fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

Hermann fór meiddur af velli

Hermann Hreiðarsson, varnamaður Portsmouth, gæti verið frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í dag.

Ferguson: Þeir réðu ekkert við Rooney

„Rooney var ótrúlegur. Hann var lykilmaður okkar í leiknum og þeir réðu ekkert við hann," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, eftir 3-1 útisigurinn magnaða gegn Arsenal í dag.

Góður sigur Man Utd á Emirates

Manchester United vann 3-1 útisigur á Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var opinn og skemmtilegur og nóg af færum.

Benítez sagður hafa náð samkomulagi við Juve

Breska blaðið Independent fullyrðir í dag að Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafi náð samkomulagi við ítalska félagið Juventus um kaup og kjör og eigi að taka við stjórnartaumunum þar eftir yfirstandandi tímabil.

Enn versnar staða Portsmouth - Tap gegn Man City

Portsmouth er enn límt við botn ensku úrvalsdeildarinnar en liðið beið lægri hlut fyrir Manchester City á útivelli í dag. City vann 2-0 sigur með mörkum frá Emmanuel Adebayor og Vincent Kompany.

Denilson: Erum orðnir fullorðnir

Þegar Manchester United vann Arsenal í Meistaradeildinni í fyrra talaði Patrice Evra, bakvörður United, um að fullþroska karlmenn hefðu verið að leika gegn skóladrengjum.

Rooney er ekki til sölu sama hve hátt tilboð berst

Cesc Fabregas og Wayne Rooney hafa verið tveir af bestu leikmönnum tímabilsins á Englandi. Því mótmælir enginn. Þeir verða í eldlínunni í dag þegar Arsenal tekur á móti Manchester United.

Wenger: Sol Campbell ræður alveg við Wayne Rooney

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki miklar áhyggjur af einvígi hins 35 ára gamla Sol Campbell og 19 marka mannsins Wayne Rooney á Emirates-leikvanginum í dag en stórleikur Arsenal og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 16.00 í dag.

Ancelotti: Leikmennirnir munu aldrei tapa trausti sínu til Terry

Það gekk mikið á hjá John Terry, fyrirliða Chelsea, í vikunni þegar upp komst um framhjáhald hans í ensku pressunni en Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði persónulegt líf Terry hafa engin áhrif áhlutverk hans hjá Chelsea. Ancelotti segir að John Terry verði áfram fyrirliði liðsins.

Liverpool minnkaði forskot Tottenham í fjórða sætinu í eitt stig

Liam Ridgewell tryggði Birmingham 1-1 jafntefli í uppbótartíma á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigur Liverpool á Bolton þýddi því að Liverpool-liðið er aðeins einu stigi á eftir Spurs í harðri baráttu um fjórða sætið sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Gianfranco Zola er mjög vonsvikinn út í Eið Smára

Gianfranco Zola, stjóri West Ham, er víst allt annað en sáttur með framkomu Eiðs Smára Guðjohnsen en íslenski landsliðsmaðurinn hætti við að fara til West Ham á síðustu stundu og fór þess í stað yfir til Tottenham.

Didier Drogba og Salomon Kalou ekki með Chelsea í dag

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea ætlar að gefa þeim Didier Drogba og Salomon Kalou frí í leiknum á móti Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að þeir séu báðir komnir til baka eftir að hafa tekið þátt í Afríkukeppni landsliða með Fílabeinsströndinni.

Park klessti Porsche-inn sinn

Kóreumaðurinn Ji-Sung Park, leikmaður Man. Utd, er augljóslega ekki besti ökumaðurinn í Bretlandi eins og hann sannaði á dögunum.

Sol Campbell er tilbúinn í baráttuna við Rooney

Sol Campbell verður líklega í aðalhlutverki í öftustu varnarlínu Arenal þegar liðið mætir Manchester United á Old Trafford í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Campbell þarf þá að hafa gætur á markahæsta leikmenni deildarinnar, Wayne Rooney, sem hefur skorað 19 mörk í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Lampard ætlar sér alltaf að skora 20 mörk á hverju tímabili

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur sett sér það markmið að skora 20 mörk fyrir liðið á þessu tímabili. Lampard skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Birmingham á miðvikudaginn og er kominn með þrettán mörk á leiktíðinni.

Wayne Rooney: Manchester United er ekki eins manns lið

Wayne Rooney segist ekki finna fyrir neinni pressu að gengi Manchester United standi og falli með frammistöðu hans. Wayne Rooney skoraði sitt 21. mark á tímabilinu þegar hann tryggði liði sínu sigur á Manchester City í undanúrslitum deildarbikarsins í vikunni.

Aaron Lennon ekki með Tottenham næstu þrjár vikurnar

Tottenham Hotspur verður án Aaron Lennon næstu tvær vikurnar þar sem enski landsliðsvængmaðurinn glímir við nárameiðsli. Eiður Smári gæti því komið inn sem hluti af tígulmiðju Tottenham samkvæmt frétt í The Guardian.

Man. City lánar Robinho til Santos

Man. City hefur staðfest að framherjinn Robinho verði lánaður til brasilíska félagsins Santos næstu sex mánuðina. Robinho fer til heimalandsins næsta sunnudag.

Sir Alex Ferguson: Við hefðum getað skorað sjö sinnum á móti City

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ekki í neinum vafa um það að hans menn hafi unnið sannfærandi og sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum í Manchester City í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildarbikarnum sem fram fór á Old Trafford í gær.

Craig Bellamy fékk smápening í hausinn - málið í rannsókn

Manchester United mun fara fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna óláta stuðningsmanna liðsins í undanúrslitaleik enska deildarbikarsins í gær. Það þykir líklegast að United fá sekt og umræddir ólátabelgir verði dæmdir í lífstíðarbann frá Old Trafford.

Arsene Wenger móðgaði Martin O'Neill eftir leik

Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, var allt annað en ánægður með Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir markalaust jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Wenger móðgaði O'Neill með því að halda því fram að leikstíll Aston Villa byggðist upp á löngum boltum fram á völlinn.

Mancini: Vorum óheppnir

Roberto Mancini, stjóri Man. City, var ekki sammála þeim sem fannst að Man. Utd hafi átt skilið að vinna Manchester-rimmuna í kvöld.

Ferguson: Rooney er einstakur leikmaður

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var óvenju brosmildur eftir leikinn gegn City í kvöld enda ekki gengið vel hjá United upp á síðkastið.

Rooney: Fletcher er í heimsklassa

Hetja Man. Utd í kvöld, Wayne Rooney, hrósaði liðsfélaga sínum, Skotanum Darren Fletcher, í hástert eftir leikinn gegn Man. City í kvöld.

Rooney skallaði United í úrslit

Wayne Rooney er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og hann skoraði markið sem fleytti Man. Utd í úrslit enska deildarbikarsins í kvöld. Rooney skoraði síðasta markið í 3-1 sigri í uppbótartíma.

Chelsea komst aftur á toppinn

Chelsea klifraði aftur upp á topp ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann öruggan sigur á Birmingham, 3-0.

Sjá næstu 50 fréttir