Enski boltinn

Wayne Rooney: Manchester United er ekki eins manns lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney sést hér eftir markið sitt á móti City í vikunni.
Wayne Rooney sést hér eftir markið sitt á móti City í vikunni. Mynd/AFP

Wayne Rooney segist ekki finna fyrir neinni pressu að gengi Manchester United standi og falli með frammistöðu hans. Wayne Rooney skoraði sitt 21. mark á tímabilinu þegar hann tryggði liði sínu sigur á Manchester City í undanúrslitum deildarbikarsins í vikunni.

„Ekki líta á okkur sem eins manns lið. Það er rugl að halda því fram að ég beri liðið á mínum herðum," segir Wayne Rooney í viðtali við Sky Sports.

„Ef ég fé ekki þjónustu þá skora ég ekki. Ef næ ekki að skora þá ætlast ég til þess að aðrir í liðinu taki upp hanskann fyrir mig," segir Rooney.

„Markaskorunin er að dreifast á liðið og þetta snýst svo sannarlega ekki bara um mig. Við ætlum að vinna þetta sem lið en ekki sem einstaklingar," sagði Wayne Rooney og bætti við:

„Það er svo mikilvægt að fá stuðninginn fram á völlinn því það getur verið einmannalegt upp á toppi þegar þú ert að spila einn frammi," sagði Wayne Rooney.

„Mér finnst alltaf eins og ég geti skorað fleiri mörk. Ég hef ekki verið vanur að skora svona mörg mörk úr markteignum eins og ég hef gert á þessu tímabili. Ég hef unnið í hreyfingum mínum á vellinum til þess að skapa mér meira svæði og það er að borga sig," sagði Wayne Rooney.

„Þegar ég hugsa til þess þá man ég ekki eftir að hafa skorað mark utan teigs á leiktíðinni. Þessi mörk af stuttu færi eru endahnútur á samvinnu alls liðsins og eru ekki bara að koma út á einn mann," sagði Wayne Rooney að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×