Enski boltinn

Benítez sagður hafa náð samkomulagi við Juve

Elvar Geir Magnússon skrifar
Það mun kæta einhverja stuðningsmenn Liverpool ef Benítez fer til Ítalíu.
Það mun kæta einhverja stuðningsmenn Liverpool ef Benítez fer til Ítalíu.

Breska blaðið Independent fullyrðir í dag að Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, hafi náð samkomulagi við ítalska félagið Juventus um kaup og kjör og eigi að taka við stjórnartaumunum þar eftir yfirstandandi tímabil.

Sagt er að lögfræðingar Juventus muni lenda á Englandi í dag til að hefja viðræður við Liverpool til að fá Benítez lausan nú í sumar. Samningur Benítez við Liverpool rennur út 2014.

Ciro Ferrara var rekinn frá Juventus í síðustu viku og stýrir Alberto Zaccheroni liðinu út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×