Enski boltinn

Gianfranco Zola er mjög vonsvikinn út í Eið Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianfranco Zola fagnar marki með Eiði Smára Guðjohnsen.
Gianfranco Zola fagnar marki með Eiði Smára Guðjohnsen. Mynd/GettyImages

Gianfranco Zola, stjóri West Ham, er víst allt annað en sáttur með framkomu Eiðs Smára Guðjohnsen en íslenski landsliðsmaðurinn hætti við að fara til West Ham á síðustu stundu og fór þess í stað yfir til Tottenham.

Zola hélt að hann væri búinn að ganga frá samningnum við Eið Smára sem var meira að segja búinn að ganga undir læknisskoðun á Upton Park.

„Ég er mjög vonsvikinn út í Tottenham og ég er mjög vonsvikinn út í Guðjohnsen. Ég bjóst við góðri framkomu af honum," sagði Zola við The Guardian.

„Þeir eru að segja mér að svona sé fótboltinn bara orðinn en ég segja alltaf á móti að ég býst alltaf við að fólk komi fram við mig af virðingu," sagði Zola.

„Það var ekki þannig að þessu sinni en við verðum bara að halda áfram. Við þurfum að ná okkar markmiðum á þessu tímabili og þetta mál breytir ekkert möguleikunum á þvi," sagði Zola.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×