Enski boltinn

Aaron Lennon ekki með Tottenham næstu þrjár vikurnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Lennon er lykilmaður hjá bæði Tottenham og enska landsliðinu.
Aaron Lennon er lykilmaður hjá bæði Tottenham og enska landsliðinu. Mynd/AFP

Tottenham Hotspur verður án Aaron Lennon næstu tvær vikurnar þar sem enski landsliðsvængmaðurinn glímir við nárameiðsli. Eiður Smári gæti því komið inn sem hluti af tígulmiðju Tottenham samkvæmt frétt í The Guardian.

Aaron Lennon mun missa af deildarleik á móti Birmingham City ámorgun, bikarleiknum á móti Leeds á miðvikudaginn kemur og þá verður hann líklega ekki með í deildarleikjum á móti Aston Villa, Wolves og Wigan í febrúar.

„Við munum sakna Aarons og hans hraða. Hann ræðst að vörnunum andstæðinganna og er mjög ógnandi leikmaður. Það er samt mikilvægt að taka enga áhættu og koma aðeins með hann inn í liðið þegar hann er orðinn góður af meiðslunum," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×