Enski boltinn

Enn versnar staða Portsmouth - Tap gegn Man City

Elvar Geir Magnússon skrifar

Portsmouth er enn límt við botn ensku úrvalsdeildarinnar en liðið beið lægri hlut fyrir Manchester City á útivelli í dag. City vann 2-0 sigur með mörkum frá Emmanuel Adebayor og Vincent Kompany.

Hermann Hreiðarsson bar fyrirliðabandið hjá Portsmouth í leiknum. Félagið er í slæmum málum fjárhagslega en sama er ekki hægt að segja um City, eitt ríkasta félag heims.

Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik en það fyrra hefði ekki átt að standa vegna rangstöðu. Man City komst upp í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum en Portsmouth er enn í botnsætinu, sex stigum frá öruggu sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×