Fleiri fréttir

Sandra María komin aftur heim

Fótboltakonan Sandra María Jessen er gengin í raðir Þórs/KA á ný eftir þrjú ár hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Finnskur formaður til Keflavíkur

Finnski miðvörðurinn Dani Hatakka er genginn til liðs við Keflvíkinga. Þessi 27 ára gamli leikmaður kemur frá Honka í heimalandinu.

Grétar Rafn ráðinn til KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Grétar Rafn Steinsson sem tæknilegan ráðgjafa knattspyrnusviðs. Ráðningin er til sex mánaða.

Ísak Snær til Breiðabliks

Ísak Snær Þorvaldsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Undanfarin tvö sumur hefur hann spilað með ÍA.

Leiknismenn fundu pakka undir trénu

Leiknismenn fengu góða jólagjöf í dag þegar tilkynnt var að miðjumaðurinn Sindri Björnsson væri kominn aftur heim í Breiðholtið. Hann skrifaði undir samning til tveggja ára við Leikni.

Ævintýrið á Meistaravöllum: Forspár Arnar, lætin og Sölvi bað til guðs

Enginn stuðningsmaður Víkings mun gleyma sunnudeginum 19. september 2021 í bráð. Þá vann Víkingur KR, 1-2, á dramatískan hátt og steig þar með stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum. Farið var ítarlega yfir ævintýrið í Meistaravöllum í lokaþætti Víkinga: Fullkominn endir.

Fyrirliði Færeyja í KR

Hallur Hansson, fyrirliði færeyska landsliðsins, er genginn í raðir KR. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Vesturbæjarliðið.

ÍBV endurheimtir markvörð frá KR

Eyjamaðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson snýr aftur til Vestmannaeyja og verður með ÍBV í efstu deild í fótbolta á næstu leiktíð eftir að hafa síðast verið í herbúðum KR. Hann skrifaði undir samning sem gildir í tvö ár.

Sveindís og Kári knattspyrnufólk ársins

Sveindís Jane Jónsdóttir og Kári Árnason hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2021 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem bæði fá þessa viðurkenningu.

Spádómur Jónasar um Guðjón rættist

Spá Jónasar Þórhallssonar, fyrrverandi formanns knattspyrnudeildar Grindavíkur, um að Guðjón Þórðarson ætti eftir að eiga erfitt með að finna sér vinnu í fótboltanum hér á landi eftir að hann kærði Grindavík reyndist réttur.

Himnasending til Framara

Úrvalsdeildarlið Fram hefur náð sér í liðstyrk frá Suður-Ameríku fyrir fyrsta tímabil félagsins í efstu deild í átta ár.

ÍBV sækir sér liðsstyrk frá meisturunum

Nýliðar ÍBV hafa fengið liðsstyrk frá meisturum Víkings fyrir næsta fótboltasumar. Halldór Jón Sigurður Þórðarson skrifaði undir samning við Eyjamenn til þriggja ára.

Barbára Sól komin heim

Danmerkurævintýri Barbáru Sól Gísladóttur er á enda en hún er komin aftur heim til Íslands og hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.

„Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur“

Fagnaðarlæti í íþróttum eiga það til að fara úr böndunum, bæði innan vallar sem utan. Það er þó sjaldan sem bíllyklar koma við sögu en það gerðist þó er Kristinn Kjærnested fagnaði ásamt góðvini sínum Jónasi Kristinssyni hér um árið.

Stjarnan stað­festir komu Jóhanns Árna

Knattspyrnudeild Stjörnunnar staðfesti í dag komu Jóhanns Árna Gunnarssonar til félagsins. Hann kemur frá Fjölni en í gær var greint frá því að hann væri á leiðinni í Garðabæinn.

Jóhann Árni á leið í Stjörnuna

Svo virðist sem Stjarnan mæti með mikið breytt lið til leiks í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu næsta sumar en það virðist sem Jóhann Árni Gunnarsson sé á leið í Garðabæinn.

Davíð Þór verður yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá FH

Davíð Þór Viðarsson verður tilkynntur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá FH áður en langt um líður. Hann þekkir hvern krók og kima í Kaplakrika eftir að hafa leikið með liðinu sem og að hafa verið aðstoðarþjálfari þess á síðustu leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.