Fleiri fréttir

Viðar Örn samdi við Fylkismenn

Viðar Örn Kjartansson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fylki og mun því spila áfram í Pepsi-deildinni næsta sumar. Viðar hefur verið að leita sér að liði í efstu deild eftir að Selfoss féll úr deildinni síðasta haust. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

James þeytti skífum á skemmtistaðnum Austur

Markvörðurinn David James vakti mikla athygli um síðustu helgi er hann var hér á landi í boði Hermanns Hreiðarssonar, þjálfara ÍBV. Hermann er að reyna að fá félaga sinn til þess að semja við ÍBV og spila með félaginu í sumar.

Leikmenn Völsungs mokuðu snjóinn af vellinum

Þó svo það sé nánast farið að vora á höfuðborgarsvæðinu er enn snjór víða um land. Þar á meðal á Húsavík en menn þar á bæ ætla engu að síður að hefja æfingar utandyra fljótlega.

FH stefnir á riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er í áhugaverðu viðtali við stuðningsmannasíðu FH-inga, fhingar.net. Jón Rúnar var á dögunum endurkjörinn formaður deildarinnar.

Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki.

Fylkir samdi við Punyed

Pablo Punyed, varnaramaður frá El Salvador, mun spila með Fylkismönnum í Pepsi-deild karla í sumar en hann lék síðast með Fjölnismönnum í 1. deildinni.

Guðjón hafði samband við okkur

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, segir að það hafi verið Guðjón Þórðarson sem átti frumkvæði að því að koma til starfa hjá félaginu.

Sumarið í hættu hjá Pétri

Pétur Viðarsson mun mögulega ekkert spila með FH-ingum í Pepsi-deild karla nú á komandi leiktímabili.

20 milljóna króna ölmusuferð

"Við fórum í björgunarleiðangur – svokallaða ölmusuferð til Reykjavíkur,“ segir Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Taka þurfti til í fjárhagsmálum deildarinnar og stendur sú vinna yfir.

Ameobi ekki með Grindavík

Tomi Ameobi mun ekki spila með Grindavík í sumar en hann gaf félaginu afsvar á dögunum. Þetta staðfesti Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar.

Sigurður Ragnar valdi 22 leikmenn í æfingahóp

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari í fótbolta, hefur valið 22 manna hóp fyrir landsliðsæfingar sem fara fram um næstu helgi en þetta eru eingöngu leikmenn sem spila í Pepsi-deildinni.

Jóhann Ragnar leggur skóna á hilluna

Jóhann Ragnar Benediktsson, sem lék með Keflavík í Pepsi-deild karla í sumar, hefur ákveðið að hætta að spila með liðinu og flytja á heimaslóðir.

Lennon fékk afsökunarbeiðni formannsins

Steven Lennon segir að Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, hafi beðið sig afsökunar á ummælum hans í Fréttablaðinu á föstudag.

Norwich tekur þátt í Rey Cup

Fjöldi erlendra liða hafa boðað þátttöku sína í öllum flokkum fyrir Rey Cup sem haldið verður í júlí næstkomandi.

Halldór Orri gerði tveggja ára samning við Stjörnuna

Halldór Orri Björnsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Stjörnunnar; Silfurskeidin.is.

Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka

Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé

Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum

Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum.

Rakel vildi ekki fara frá Val

Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.

Lennon í launadeilu við Framara

Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín.

Helgi mun spila með Fram í sumar

Helgi Sigurðsson mun spila með Fram í sumar en hann fékk leikheimild með félaginu í dag. Í haust réði hann sig til félagsins sem aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar.

Fram og Hlynur Atli sættust

Heimasíða Fram hefur greint frá því að félagið hafi náð fullum sáttum við Hlyn Atla Magnússon, fyrrverandi leikmann Fram.

Ingimundur Níels: Lofar 20 mörkum í sumar

Það styttist í að fyrsta tímabil Ingimundar Níelsar Óskarssonar með FH hefjist en hann kom til Íslandsmeistaranna frá Fylki í vetur. FH-ingar tóku kappann því í viðtal á heimasíðu sinni.

Eini bikarinn sem Bjarni hefur ekki lyft

KR-ingar eiga enn eftir að vinna Reykjavíkurmeistaratitil karla í fótbolta undir stjórn Rúnars Kristinssonar en í gær töpuðu þeir þriðja árið í röð í úrslitaleik keppninnar. Leiknir varð þá Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eftir 3-2 sigur á KR í Egilshöllinni.

Siggi Raggi: Besti þjálfarinn á Íslandi?

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur sett nýjan pistil inn á heimasíðu sína www.siggiraggi.is. Hann skrifar þar um það hvernig leikmenn og starfsfólk kvennalandsliðsins breyttu honum sem þjálfara.

Bræðraslagur í úrslitaleiknum í kvöld

KR og Leiknir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.00. Þetta er fimmta árið í röð sem KR-ingar spila úrslitaleikinn í þessari keppni en Leiknir er aftur á móti að spila til úrslita í fyrsta sinn.

Præst til Stjörnumanna

Stjörnumenn eru búnir að finna mann fyrir Alexander Scholz sem fór til belgíska félagsins Lokeren eftir síðasta tímabil. Michael Præst, fyrirliði danska b-deildarliðsins FC Fyn, mun spila með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar en þetta kemur fram á fótbolti.net

Kóngar, Fákar og Vatnaliljur mæta til leiks í sumar

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur nú gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Þar má nú einnig finna drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum.

Þetta sagði Geir í ræðunni sinni á ársþingi KSÍ

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hélt setningarræðu á 67. ársþing KSÍ um helgina en þingið fór fram á á Hótel Hilton Nordica. Knattspyrnusambandið hefur birti ræðu Geirs í heild sinni inn á heimasíðu sinni en þar fór hann yfir knattspyrnuárið 2012 sem og yfir rekstur sambandsins.

KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins

KA vann 3-1 sigur á Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í fótbolta í Boganum í kvöld en fjölmargir norðanmenn kíktu á einvígi erkfjendanna um sigur í þessu árlega undirbúningsmóti norðanliðanna.

Guðjón Pétur ekki lengi án félags - samdi við Breiðablik

Guðjón Pétur Lýðsson mun spila með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en þetta kemur fram á fóbolti.net. Guðjón Pétur gerði starfslokasamning við Val í fyrrakvöld en var ekki lengi án félags því Atli Sigurðsson framkvæmdastjóri Breiðabliks staðfesti nýja samninginn á Facebook í kvöld.

Margrét Lára í viðtali hjá FIFA

Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu.

Kolbeinn nær ekki metinu hans Péturs

Það er ekki langt síðan Alfreð Finnbogason sló markamet Péturs Péturssonar yfir flest mörk Íslendings á alþjóðlegum vettvangi á einu ári en annað markamet kappans er öruggt í bili að minnsta kosti eftir leik Íslands og Rússa á Spáni á miðvikudagskvöldið.

Gary Martin skoraði tvö þegar KR komst í úrslitaleikinn

Það verða KR og Leiknir sem spila til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í ár en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Egilshöllinni í kvöld. Leiknir vann Val í vítakeppni og KR vann 4-1 sigur á Víkingum þrátt fyrir að leika manni færri í klukkutíma.

Sjá næstu 50 fréttir