Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Framarar eru ekki ánægðir með yfirlýsingar Lennons og ætla sér að ræða við hann. Fréttablaðið/Valli Framherjinn Steven Lennon hjá Fram greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri í samningaviðræðum við stjórn Fram um nýjan samning. Hann sagðist vera ósáttur við að nýja stjórnin vildi láta hann greiða fyrir bíl og íbúð sem gamla stjórnin hefði verið búin að lofa honum. Brynjar Jóhannesson, nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, segist lítið botna í orðum Lennon í viðtalinu. „Þessi frétt er óskiljanleg. Þetta er alger þvæla," segir Brynjar ákveðinn og bætir við. „Það er ýmislegt rétt í þessu. Það hafa verið viðræður um nýjan samning en það er enginn glæpur. Hann hefur fengið hverja einustu krónu greidda og ekkert tekið af honum. Við erum einfaldlega að taka á máli sem sat eftir hjá fyrri stjórn. Hann er með fáranlegan samning sem er ekkert eins og samningar eru almennt. Það er enginn bíll og ekkert húsnæði eins og hann segir í þessum samningi. Það er talað um eitthvað herbergi. Við vildum einfaldlega laga þetta til. Þessir hlutir verða að vera í samningi. Það er ekki bara hægt að segja hitt og þetta. Ef félagið á að skaffa honum þessa hluti þá verður það að vera í samningi." Brynjar segist alls ekkert eiga í neinum deilum við Lennon en skilur ekki þau orð leikmannsins að hann hafi ekki heyrt frá félaginu í yfir tíu daga. „Ég hitti hann á mánudag. Svo talaði ég við hann í fyrrakvöld þar sem hann spurði að því hvort hann mætti ekki fá sér Sky í íbúðina.Spurði hvort hann yrði ekki örugglega með hana fram í október. Ég sagði að það væri ekkert vandamál. Svo les maður í Fréttablaðinu að hann hafi ekki heyrt í okkur í tíu daga. Það er alveg óskiljanlegt. Það eru engin vandamál og ekkert verið að deila. Hann er að fá greitt eftir samningi og er að fá umfram samninginn bíl og íbúð þó svo það sé ekki í samningnum. Það er því ekki eins og menn séu að drepa hann. Við getum tekið það frá honum ef við viljum en við viljum ekki vera að standa í slíku," sagði Brynjar. En hvernig les hann í þetta útspil leikmannsins? „Ég las ekkert annað en að þetta væri einhver KR-tilraun eina ferðina enn. Ég veit svo sem ekkert um það. Hann virkar núna á mig greyið eins og hann sé frekar einfaldur. Ég vissi svo sem að hann væri engin mannvitsbrekka en þetta er mjög sérkennilegt útspil. Þetta lítur ekkert vel út fyrir hann gagnvart hópnum. Ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara. Ég nenni samt ekki að pirra mig á þessu því þetta er svo hlægilegt. Þetta er einn af þessum hlutum í boltanum sem maður botnar ekki í." Lennon hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara í KR. Eru einhverjar líkur á því að Framarar ákveði að selja leikmanninn? „Það er ekki komið neitt tilboð í hann og við erum ekki að fara að selja hann. Auðvitað er allt til sölu en það stendur ekki til að selja hann. Við fengum leikmenn til liðsins og vorum að búa til hóp og hann er hluti af honum. Hann var eitthvað pirraður er við komum að málum og við fórum yfir það mál. Síðast er ég vissi var það mál frágengið. Þetta kom mér því á óvart. Hann verður ekki látinn fara nema það komi voðalega gott tilboð. Það eru allir falir en við ætlum ekki selja enda ekki auðvelt að fá framherja í dag." Eins og áður segir hélt Brynjar að allt væri í góðu milli Lennons og Fram. Í ljósi þessa upphlaups leikmannsins segist hann verða að fara yfir málin með leikmanninum. „Ég mun eðlilega ræða við hann. Þetta er ekki gott. Menn gera ekki svona. Það er klárt að við munum ræða við hann." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Framherjinn Steven Lennon hjá Fram greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri í samningaviðræðum við stjórn Fram um nýjan samning. Hann sagðist vera ósáttur við að nýja stjórnin vildi láta hann greiða fyrir bíl og íbúð sem gamla stjórnin hefði verið búin að lofa honum. Brynjar Jóhannesson, nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, segist lítið botna í orðum Lennon í viðtalinu. „Þessi frétt er óskiljanleg. Þetta er alger þvæla," segir Brynjar ákveðinn og bætir við. „Það er ýmislegt rétt í þessu. Það hafa verið viðræður um nýjan samning en það er enginn glæpur. Hann hefur fengið hverja einustu krónu greidda og ekkert tekið af honum. Við erum einfaldlega að taka á máli sem sat eftir hjá fyrri stjórn. Hann er með fáranlegan samning sem er ekkert eins og samningar eru almennt. Það er enginn bíll og ekkert húsnæði eins og hann segir í þessum samningi. Það er talað um eitthvað herbergi. Við vildum einfaldlega laga þetta til. Þessir hlutir verða að vera í samningi. Það er ekki bara hægt að segja hitt og þetta. Ef félagið á að skaffa honum þessa hluti þá verður það að vera í samningi." Brynjar segist alls ekkert eiga í neinum deilum við Lennon en skilur ekki þau orð leikmannsins að hann hafi ekki heyrt frá félaginu í yfir tíu daga. „Ég hitti hann á mánudag. Svo talaði ég við hann í fyrrakvöld þar sem hann spurði að því hvort hann mætti ekki fá sér Sky í íbúðina.Spurði hvort hann yrði ekki örugglega með hana fram í október. Ég sagði að það væri ekkert vandamál. Svo les maður í Fréttablaðinu að hann hafi ekki heyrt í okkur í tíu daga. Það er alveg óskiljanlegt. Það eru engin vandamál og ekkert verið að deila. Hann er að fá greitt eftir samningi og er að fá umfram samninginn bíl og íbúð þó svo það sé ekki í samningnum. Það er því ekki eins og menn séu að drepa hann. Við getum tekið það frá honum ef við viljum en við viljum ekki vera að standa í slíku," sagði Brynjar. En hvernig les hann í þetta útspil leikmannsins? „Ég las ekkert annað en að þetta væri einhver KR-tilraun eina ferðina enn. Ég veit svo sem ekkert um það. Hann virkar núna á mig greyið eins og hann sé frekar einfaldur. Ég vissi svo sem að hann væri engin mannvitsbrekka en þetta er mjög sérkennilegt útspil. Þetta lítur ekkert vel út fyrir hann gagnvart hópnum. Ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara. Ég nenni samt ekki að pirra mig á þessu því þetta er svo hlægilegt. Þetta er einn af þessum hlutum í boltanum sem maður botnar ekki í." Lennon hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara í KR. Eru einhverjar líkur á því að Framarar ákveði að selja leikmanninn? „Það er ekki komið neitt tilboð í hann og við erum ekki að fara að selja hann. Auðvitað er allt til sölu en það stendur ekki til að selja hann. Við fengum leikmenn til liðsins og vorum að búa til hóp og hann er hluti af honum. Hann var eitthvað pirraður er við komum að málum og við fórum yfir það mál. Síðast er ég vissi var það mál frágengið. Þetta kom mér því á óvart. Hann verður ekki látinn fara nema það komi voðalega gott tilboð. Það eru allir falir en við ætlum ekki selja enda ekki auðvelt að fá framherja í dag." Eins og áður segir hélt Brynjar að allt væri í góðu milli Lennons og Fram. Í ljósi þessa upphlaups leikmannsins segist hann verða að fara yfir málin með leikmanninum. „Ég mun eðlilega ræða við hann. Þetta er ekki gott. Menn gera ekki svona. Það er klárt að við munum ræða við hann."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn