Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Framarar eru ekki ánægðir með yfirlýsingar Lennons og ætla sér að ræða við hann. Fréttablaðið/Valli Framherjinn Steven Lennon hjá Fram greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri í samningaviðræðum við stjórn Fram um nýjan samning. Hann sagðist vera ósáttur við að nýja stjórnin vildi láta hann greiða fyrir bíl og íbúð sem gamla stjórnin hefði verið búin að lofa honum. Brynjar Jóhannesson, nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, segist lítið botna í orðum Lennon í viðtalinu. „Þessi frétt er óskiljanleg. Þetta er alger þvæla," segir Brynjar ákveðinn og bætir við. „Það er ýmislegt rétt í þessu. Það hafa verið viðræður um nýjan samning en það er enginn glæpur. Hann hefur fengið hverja einustu krónu greidda og ekkert tekið af honum. Við erum einfaldlega að taka á máli sem sat eftir hjá fyrri stjórn. Hann er með fáranlegan samning sem er ekkert eins og samningar eru almennt. Það er enginn bíll og ekkert húsnæði eins og hann segir í þessum samningi. Það er talað um eitthvað herbergi. Við vildum einfaldlega laga þetta til. Þessir hlutir verða að vera í samningi. Það er ekki bara hægt að segja hitt og þetta. Ef félagið á að skaffa honum þessa hluti þá verður það að vera í samningi." Brynjar segist alls ekkert eiga í neinum deilum við Lennon en skilur ekki þau orð leikmannsins að hann hafi ekki heyrt frá félaginu í yfir tíu daga. „Ég hitti hann á mánudag. Svo talaði ég við hann í fyrrakvöld þar sem hann spurði að því hvort hann mætti ekki fá sér Sky í íbúðina.Spurði hvort hann yrði ekki örugglega með hana fram í október. Ég sagði að það væri ekkert vandamál. Svo les maður í Fréttablaðinu að hann hafi ekki heyrt í okkur í tíu daga. Það er alveg óskiljanlegt. Það eru engin vandamál og ekkert verið að deila. Hann er að fá greitt eftir samningi og er að fá umfram samninginn bíl og íbúð þó svo það sé ekki í samningnum. Það er því ekki eins og menn séu að drepa hann. Við getum tekið það frá honum ef við viljum en við viljum ekki vera að standa í slíku," sagði Brynjar. En hvernig les hann í þetta útspil leikmannsins? „Ég las ekkert annað en að þetta væri einhver KR-tilraun eina ferðina enn. Ég veit svo sem ekkert um það. Hann virkar núna á mig greyið eins og hann sé frekar einfaldur. Ég vissi svo sem að hann væri engin mannvitsbrekka en þetta er mjög sérkennilegt útspil. Þetta lítur ekkert vel út fyrir hann gagnvart hópnum. Ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara. Ég nenni samt ekki að pirra mig á þessu því þetta er svo hlægilegt. Þetta er einn af þessum hlutum í boltanum sem maður botnar ekki í." Lennon hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara í KR. Eru einhverjar líkur á því að Framarar ákveði að selja leikmanninn? „Það er ekki komið neitt tilboð í hann og við erum ekki að fara að selja hann. Auðvitað er allt til sölu en það stendur ekki til að selja hann. Við fengum leikmenn til liðsins og vorum að búa til hóp og hann er hluti af honum. Hann var eitthvað pirraður er við komum að málum og við fórum yfir það mál. Síðast er ég vissi var það mál frágengið. Þetta kom mér því á óvart. Hann verður ekki látinn fara nema það komi voðalega gott tilboð. Það eru allir falir en við ætlum ekki selja enda ekki auðvelt að fá framherja í dag." Eins og áður segir hélt Brynjar að allt væri í góðu milli Lennons og Fram. Í ljósi þessa upphlaups leikmannsins segist hann verða að fara yfir málin með leikmanninum. „Ég mun eðlilega ræða við hann. Þetta er ekki gott. Menn gera ekki svona. Það er klárt að við munum ræða við hann." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Framherjinn Steven Lennon hjá Fram greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann væri í samningaviðræðum við stjórn Fram um nýjan samning. Hann sagðist vera ósáttur við að nýja stjórnin vildi láta hann greiða fyrir bíl og íbúð sem gamla stjórnin hefði verið búin að lofa honum. Brynjar Jóhannesson, nýr formaður knattspyrnudeildar Fram, segist lítið botna í orðum Lennon í viðtalinu. „Þessi frétt er óskiljanleg. Þetta er alger þvæla," segir Brynjar ákveðinn og bætir við. „Það er ýmislegt rétt í þessu. Það hafa verið viðræður um nýjan samning en það er enginn glæpur. Hann hefur fengið hverja einustu krónu greidda og ekkert tekið af honum. Við erum einfaldlega að taka á máli sem sat eftir hjá fyrri stjórn. Hann er með fáranlegan samning sem er ekkert eins og samningar eru almennt. Það er enginn bíll og ekkert húsnæði eins og hann segir í þessum samningi. Það er talað um eitthvað herbergi. Við vildum einfaldlega laga þetta til. Þessir hlutir verða að vera í samningi. Það er ekki bara hægt að segja hitt og þetta. Ef félagið á að skaffa honum þessa hluti þá verður það að vera í samningi." Brynjar segist alls ekkert eiga í neinum deilum við Lennon en skilur ekki þau orð leikmannsins að hann hafi ekki heyrt frá félaginu í yfir tíu daga. „Ég hitti hann á mánudag. Svo talaði ég við hann í fyrrakvöld þar sem hann spurði að því hvort hann mætti ekki fá sér Sky í íbúðina.Spurði hvort hann yrði ekki örugglega með hana fram í október. Ég sagði að það væri ekkert vandamál. Svo les maður í Fréttablaðinu að hann hafi ekki heyrt í okkur í tíu daga. Það er alveg óskiljanlegt. Það eru engin vandamál og ekkert verið að deila. Hann er að fá greitt eftir samningi og er að fá umfram samninginn bíl og íbúð þó svo það sé ekki í samningnum. Það er því ekki eins og menn séu að drepa hann. Við getum tekið það frá honum ef við viljum en við viljum ekki vera að standa í slíku," sagði Brynjar. En hvernig les hann í þetta útspil leikmannsins? „Ég las ekkert annað en að þetta væri einhver KR-tilraun eina ferðina enn. Ég veit svo sem ekkert um það. Hann virkar núna á mig greyið eins og hann sé frekar einfaldur. Ég vissi svo sem að hann væri engin mannvitsbrekka en þetta er mjög sérkennilegt útspil. Þetta lítur ekkert vel út fyrir hann gagnvart hópnum. Ég fatta ekki alveg hvað hann er að fara. Ég nenni samt ekki að pirra mig á þessu því þetta er svo hlægilegt. Þetta er einn af þessum hlutum í boltanum sem maður botnar ekki í." Lennon hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara í KR. Eru einhverjar líkur á því að Framarar ákveði að selja leikmanninn? „Það er ekki komið neitt tilboð í hann og við erum ekki að fara að selja hann. Auðvitað er allt til sölu en það stendur ekki til að selja hann. Við fengum leikmenn til liðsins og vorum að búa til hóp og hann er hluti af honum. Hann var eitthvað pirraður er við komum að málum og við fórum yfir það mál. Síðast er ég vissi var það mál frágengið. Þetta kom mér því á óvart. Hann verður ekki látinn fara nema það komi voðalega gott tilboð. Það eru allir falir en við ætlum ekki selja enda ekki auðvelt að fá framherja í dag." Eins og áður segir hélt Brynjar að allt væri í góðu milli Lennons og Fram. Í ljósi þessa upphlaups leikmannsins segist hann verða að fara yfir málin með leikmanninum. „Ég mun eðlilega ræða við hann. Þetta er ekki gott. Menn gera ekki svona. Það er klárt að við munum ræða við hann."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. 14. febrúar 2013 08:00