Íslenski boltinn

Lennon fékk afsökunarbeiðni formannsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steven Lennon segir að Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, hafi beðið sig afsökunar á ummælum hans í Fréttablaðinu á föstudag.

Daginn áður hafði viðtal birst við Lennon í Fréttablaðinu þar sem hann sakaði Fram um að hafa ekki staðið við gefin loforð.

„Þetta er ekki sú athygli sem maður vill fá frá fjölmiðlum," sagði Lennon í viðtali í Boltanum í X-inu í morgun. „En hann [Brynjar] bað mig afsökunar fyrir framan allt liðið," sagði Lennon í viðtalinu sem má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.

„Hann brást illa við viðtali þar sem ummæli mín voru aðeins tekin úr samhengi. Það voru smá breytingar gerðar hér og þar til að gera áhugaverðari sögu. Það er skiljanlegt að hann hafi brugðist eins illa við og hann gerðist. En hann baðst afsökunar og ég ætla að einbeita mér að því að spila fótbolta."

„Ég ætla nú að einbeita mér að framtíðinni og fá vonandi jákvæðari fyrirsagnir."

Í viðtali við 433.is sagðist Lennon telja að þetta hafi verið gert vegna þess að viðkomandi blaðamaður væri stuðningsmaður KR.

„Það var sagt á gamansaman hátt. Þetta var bara brandari. Ég skil samt að það er auðvelt að skrifa svona ummæli eins og að þau hefðu verið sagð í fullri alvöru.


Tengdar fréttir

Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka

Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé

Lennon í launadeilu við Framara

Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×